Leita í fréttum mbl.is

Sjálfgefið val

Það leiðir nánast af sjálfu sér að sá kvenstjórnmálamaður sem er fyrstur til að leiða ríkisstjórn hér á landi hlýtur að vera valin kona ársins á því ári. 

Forsætisráðherra er vel að þessari útnefningu kominn. Forsætisráðherra hefur hins vegar fengið að kenna á því, eins og fjölmargir forverar hennar í starfi, að vinsældirnar dvína hratt þegar taka þarf á erfiðum málum og leysa snúin viðfangsefni. Það er kalt, vindasamt og sjálfsagt einmannalegt líka, á toppnum. Flóknari verkefni hafa sennilega aldrei frá lýðveldisstofnun verið á borðum nokkurrar ríkisstjórnar. Það er merkileg tilviljun að áður óþekktar áskoranir fyrir þjóðina verða hlutskipti fyrstu konunnar sem hér verður forsætisráðherra.


mbl.is Jóhanna valin kona ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna stendur í átökum og er afburða dugleg og að mer virðist - trú sinni samfæringu.

 Hún tók við Hruni frá sjálfstæðismönnum og er ekki öfundsverð.

 Hún hefur ekki labbað á rauðum dregli takandi í hendur þjóðhöfðinja og er að vinna.

Vildi gjarnan sjá hana sinna betur bágstöddum og öryrkjum- bankamál og skuldir við aðrar þjóðir ættu ekki að vera í öndvegi- en já hún er kona sem stendur í ströngu- fær mitt atkvæði þótt eg vildi sjá forgangsröðun á annan veg !

Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

tel þessa útnefningu öfuggerning ársins.

Amman sem barðist fyrir barnabörnunum sínum og aðrar slíkar hetjur hefðu verið betur að þessum titli komnar. Alvöru hetjur. Það getur ekki verið óskastaða að vera fyrsta kvenmaðurinn á stóli forsætisráðherra og jafnframt sá sem klúðrar fleiri málum á einu ári en allir ráðherrar margra ríkisstjórnar til samans + sá forsætisráðherra sem var á barmi landráðs þegar hún ætlaði ekki að sýna alþingi Icesavesamninginn. Þá kom fólk utan þings og stjórnarandstaðan og bjrgaði málunum - OG ER ENN AÐ. Þökk sé In Defense hópnum og stjórnarandstöðunni. Þökk sé Talsmanni neytenda og Hagsmunasamtökum heimilanna -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.12.2009 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband