Leita í fréttum mbl.is

Afsakið, matarhlé ...

Í kvöldfréttum á annarri hvorri sjónvarpsrásinni var skýrt frá umræðum á Alþingi í dag þar sem þingmenn kvörtuðu sáran yfir því að vera svangir af því að ekki hafði verið gert hlé á þingfundi vegna  hádegismatar. Mátti skilja það svo að það jaðraði við mannréttindabrot að þingmenn fengju ekki matarhlé. 

Maður eiginlega trúði ekki eigin eyrum. Mötuneyti þingsins er meira og minna opið meðan á þingfundum stendur. Þangað leita þingmenn til að ná sér í næringu hvað sem líður matarhléum frá þingstörfum. Enda er í matsalnum sjónvarp þar sem auðvelt er að fylgjast með umræðunni og hlaupa til ef þörf krefur. Beinar útsendingar frá þingfundum benda ekki til að þingmenn telji það skipta miklu máli hvort þeir sitji í þingsalnum eða ekki, hvað sem líður matarhléum eða öðrum hléum frá þingstörfum. Þegar á þetta er bent segjast þeir vera á skrifstofum sínum og fylgjast með beinni útsendingu í gegnum sjónvarpsskjái sem eru á skrifstofum þeirra.

Halda þingmenn að þjóðin hafi þolinmæði í að hlusta á svona fáránlega kveinstafi? Eru ekki einhver brýn mál sem þarf að ræða og afgreiða? Það er skiljanlegt þegar kvartað er yfir óvissu um hvort kvöldfundir verði og hvenær kvöldfundum lýkur. Slík umræða snýr að skipulagningu sem þingmenn þurfa að gera á sínu persónulega lífi, vegna þingfunda. En að halda því fram að þeir komist ekki til að fá sér matarbita vegna þingfunda er fyrir neðan það sem boðlegt er.

Þingmönnum er tíðrætt um virðingu Alþingis. Virðingu fyrir Alþingi skapa þingmenn sjálfir. Þeir auka hana ekki með málfutningi af þessu tagi. 


mbl.is Enn er rætt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Tek undir hvert orð hér að ofan þessi lágkúra hlítur að nálgst einsdæmi í þingsögunni. Satt að segja hefur það verið í hugskoti mínu í dag hvort við sætum uppi með fjölda undirmáls manna í þingliðinu.  Það getur ekki verið að þeir þingmenn er greina frá ur pontu alþingis að þeir séu svangir hafi fulla dómgreind, ekki síst í ljósi þess að þúsundir kjósenda veit ekki hvað eigi að hafa í kvöldmatinn því þeir eiga ekki fyrir neinum mat.

hallur (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Sigrún Óskars

algjörlega sammála þér, Dögg.

Sigrún Óskars, 29.11.2009 kl. 00:21

3 identicon

Er vonlaust að losna við þetta lið fyrr en við næstu kosningar? Held að flestir landsmenn séu búnir að fá upp í kok af þessu liði þarna á Alþingi. Þetta virðast allt vera algjörlega óábyrgir einstaklingar sem gjamma og góla um allt og ekkert og nú síðast um tóman maga!!

Ísland er í kreppu og þessir einstaklingar þótt svangir séu eru ráðnir til að ráða fram úr málefnum fólksins í landinu. Það er hellingur af landsmönnum sem á varla til hnífs og skeiðar á þessum tímum og sér fram á að missa húsnæði, fleiri þúsund búnir að missa atvinnu og þurfa jafnvel að flýja land.

Að horfa upp á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og alþingsmanna er með öllu ólíðandi. Eftir að hafa horft á umræður í gær um svengd og annað þá ofbauð mér satt að segja algjörlega og á ekki til eitt aukatekið orð yfir þessum fíflagangi.

Þingmenn og ríkisstjórn, hættið þessu aumingjatali, hættið að þrasa fram og aftur um ekki neitt, hættir að þrasa um Icesave sem á að fara fyrir dómsstóla og farið að vinna fyrir fólkið í landinu!

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband