Leita í fréttum mbl.is

Orðlaus ...

Það er ekki oft sem maður verður orðlaus en eiginlega er maður það eftir lestur frásagnar af ræðu fráfarandi formanns Ungra jafnaðarmanna. Má af þessum orðum ráða að eina úrræðið sem hún telur nauðsynlegt vegna kreppunnar sé að opna glugga og lofta út?

Og það er billegt að halda því fram að Icesave sé "lausaleikskrógi" eins og hún virðist hafa orðað það svo smekklega, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hollenski hluti Icesave er skilgetið hjónabandsbarn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Samfylkingin þarf ekki að ganga því í föðurstað. Samfylkingin er foreldri þessa hluta Icesave. Hollenska Icesave fór af stað á vakt Samfylkingarinnar þegar samfylkingarmaður var viðskiptaráðherra og samfylkingarmaður var í formennsku stjórnar FME. Icesave bitinn sem þjóðin þarf að kyngja væri tæpum 2 milljörðum evra minni ef þessir aðilar, ásamt Seðlabankanum, hefðu verið vakandi á sinni vakt og stoppað Icesave reikningana í Hollandi.


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Það urðu fleiri orðlausir. Vona að svona málflutningur og orðbragð heyrist ekki úr ræðustól Alþingis. Er það ekki rétt hjá mér að einkavæðing bankanna var að nokkru leyti framkvæmd vegna þrýstings frá Eftirlitsnefnd EES (eða efta)? Var ekki Íbúðarlánasjóður illa séður af sömu stofnun og bankarnir ætluðu að nýta sér það?

Sigurður Ingólfsson, 4.10.2009 kl. 10:09

2 identicon

Þetta er rétt ábending.  Icesave er lausaleikskrógi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks OG Samfylkingar. 

Þau geta ekki skotið sér undan ábyrgð í þessu máli.

Þú er enginn vitleysingur Dögg.  Hvað finnst þér að þessari mynd?  Kjartan Gunnarson er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins OG formaður bankaráðs LB á meðan Icesave er kokkað upp!  Auðvelt er að leiða af því líkum að þessi pólitísku tengsl séu einmitt ástæðan fyrir því að LB hafði ekki Icesave í dótturfélögum heldur beintengt inn í LB á Íslandi.  Spilaborgin hefði sennilega ekki hrunið ef LB hefði nota sömu aðferðafræði og Kaupþing og stofna dótturfélög.    Sparnaður Breta og Hollendinga var notaður til þess að lengja í hengingarólinni. það var pólitísk ákvöðrun Sjálfstæðisflokksins.

Ég öfunda þig ekki að þurfa að verja þessa samherja þína.  

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:06

3 identicon

Þetta er flottur hljóðbiti fyrir útvarp og fyrirsagnir, nokkuð ljóðrænt en fólk nær punktinum "Lausaleikskrógi Sjálfstæðismanna og Framsóknar". Þetta er kannski ósanngjarnt en Kjartan Gunnars (D), Þórlindur Kjartans, markaðsstjóri Icesave (D), ásamt Erlu Ósk Ásgeirs í markaðsdeild Icesave (D). Það virðist sem flokksskirteini í Sjálfstæðisflokknum hafi þurft til þess að vinna að þessari "tæru snilld". 

Þessir reikningar urðu vissulega til á vakt Jóns Sigurðssonar (B) í viðskiptaráðuneytinu en alveg eins og sporgöngumaður hans benti á þá var bönkunum þetta heimilt, samkvæmt EES. Þannig að stærsti glæpur ESB var að treysta okkur og koma fram við eins og jafningja. 

Vandamálið var bara stærðin á bönkunum í samræmi við eftirlitið og ábyrgðina. Það eru þrír sem eiga að deila ábyrgðini sem í praxís merkir að það eru þrír sem geta kastað sökinni yfir á hvorn annan. Að sjálfsögðu átti að stoppa Lansan en hvað hefði það þýtt á sínum tíma? Hefði það þýtt bankaáhlaup þá? Hefði það ekki merkt að stjórnvöld sem vissu af vandanum og voru að reyna að spila sig úr honum hefðu verið tvísaga og þar af leiðandi ótrúverðug? 

Ég held að aðalsökin liggi hjá fjármálafólkinu sem hafði öskrað eftir frelsi og minna eftirliti því þeim væri best treystandi. Þetta höfðu stjórnmálamenn látið eftir þeim í ofríku mæli (þetta á við D-B-S). En þeim var ekki treystandi eins og aðrir kálfar þá launuðu þeir ekki ofeldinu, í staðin uppskerum við guðlega refsingu fyrir að tilbiðja gullkálf.

Ég vona það svo satt og innilega að við getum klárað þetta mál og komið frá okkur. Því mér er orðið sama um hver átti upptökin eða hverjum þetta er að kenna. Slík umræða er óuppbyggileg. Við þurfum að byrja að sanna að okkur sé treystandi, að íslendingar traustsins verðir. Því án trausts þá á allt eftir að vera okkur svo miklu erfiðra því AGS er ekkert annað en verðmiði á algjöru vantrausti!

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Samspillingin stundar því miður ennþá KLÆKJASTJÓRNMÁL og kannast aldrei við ábyrgð á einu eða neinu.  Þeir eru alltaf saklausir - ótrúlegt lýðskrum & fals sem þeir ávalt standa fyrir.  Guð blessi Ísland & alheiminn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 5.10.2009 kl. 11:30

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er nú bara krakkakjáni og hún væri eflaust að vinna í banka í dag

ef árið væri 2007. 

Einar Guðjónsson, 5.10.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband