Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt hugrekki

Fjármálaráðherra sagði í Kastljósi í kvöld að hann trúi því að með verkum sínum sé hann að vinna framtíð þjóðarinnar gagn. Hans eigin vinsældir og flokks hans verði að víkja. Það er óvenjulegt, en um leið virðingarvert að heyra stjórnmálamann tala með þessum hætti.
mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mjög aðdáunarverð framganga Steingríms, og öðrum stjórnmálamönnum til eftirbreyttni.

Þarna fer gegnheil manneskja.

Berðu þessa framgöngu saman við framgöngu fyrrverandi forsætisráðherra, jarmandi: Guð blessi Ísland..

hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sagði nú ekkert nema: ´´það er búið að fara aftur og aftur yfir þetta´´ og ´´hrekja þetta allt´´. Að eyða hálftíma í það er vanvirðing við áhorfendur.Hann sagði þó að gott væri að hafa efann með í för í viðræðum við ESB um aðild.Hlýddi því ekki sjálfur í NENNI ÞESSU EKKI LENGUR nefndinni.

Einar Guðjónsson, 6.8.2009 kl. 20:46

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Dögg:

Ég er feginn að þú skrifaðir þetta!

Nógu er ég nú samt óvinsæll hjá okkar fólki!

Ég skal hins vegar - að þessu sögðu hjá þér - taka undir hvert einasta orð í þessari færslu, hvert einasta

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.8.2009 kl. 21:26

4 identicon

Felst ekki pólitíska hugrekkið í því að sitja sem fastast í ráðherrastólnum einungis til að varna því að sjálfstæðisflokkurinn komist til valda aftur? Las það allavega út úr viðtalinu við hann í Kastljósinu í kvöld og finnst frekar aumingjalegt að vera tilbúinn að fórna öllum loforðum og hugsjónum einungis til að halda í ráðherrastöðuna.

Edda (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Steingrímur stóð sig vel í viðtalinu, eins og hann á vanda til. Það stendur nú samt eftir hvort samninganefndin um ICESAVE hafi verið nógu vel skipuð til að ná fram bestu mögulegu lausn.

Miðlungs íþróttmaður getur alveg lagt sig fram og gert sitt besta þó hann komi síðastur í mark. Og það er ólíklegt að landslið Íslands í knattspyrnu verði einhvertíma skipað FH-ingum eingöngu, þó þeir vinni bikarinn ár eftir ár. Á sama hátt er óæskilegt að skipa einungis flokkspólitískt í samninganefnd um eitthvert mikilvægasta og erfiðasta mál sem þjóðin hefur þurft að glíma við. En auðvitað ver Steingrímur þessa samninganefnd sem hann skipaði, þó vafalaust hefði verið hægt að styrkja nefndina með fólki úr öðrum liðum......

Ómar Bjarki Smárason, 6.8.2009 kl. 22:25

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Það væri í sjálfu sér mjög þarft framtak Edda þó ekki væri annað.

Nógu tjóni hafa þeir valdið.........

hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 22:26

7 identicon

Hilmar! Við hljótum að spyrja hvort núverandi stjórn komi ekki til með að valda okkur meiri skaða þegar hún hefur lokið sínu verki. Ég er allavega hrædd um það.

Edda (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:30

8 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég tek undir hvert orð sem þú sagðir.

Þráinn Jökull Elísson, 6.8.2009 kl. 22:32

9 identicon

Drengilegur pistill, Dögg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Edda: Eftir að hafa heyrt í Steingrími í kvöld, er ég minna hræddur um það..

hilmar jónsson, 6.8.2009 kl. 23:32

11 Smámynd: Kama Sutra

Ég tek undir þennan pistil - þótt ég hafi aldrei kosið Vg.

Steingrímur Joð hefur vaxið mjög í áliti hjá mér undanfarið og hann á allan minn stuðning þessa dagana.  Hann er allavega að reyna að sýna ábyrgð - sem er meira en hægt er að segja um marga aðra sem sitja á þingi núna.

Kama Sutra, 7.8.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 391607

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband