Leita í fréttum mbl.is

Að skila auðu

Við þurfum að vita hvað er í EB-pakkanum. Það fáum við ekki að vita nema með aðildarviðræðum. Því fyrr sem við fáum úr þessu skorið, því betra. Tvöföld atkvæðagreiðsla, eins og forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru að leggja til, er fráleit, kostnaðarsöm tímaeyðsla, enda veldur forysta Sjálfstæðisflokksins fjölmörgum sjálfstæðismönnum miklum vonbrigðum með því að kalla eftir henni.

Því verður ekki trúað að óreyndu að einhverjir þingmenn ætli að skila auðu í þessu máli, máli sem er meðal hinna stærstu sem komið hafa á borð Alþingis. Hjáseta er auðvitað afstaða. Í henni felst að þingmaður styður ekki mál en vill þó ekki verða til að það falli. Ég hygg þó að kjósendur telji sig eiga rétt á því að vita afdráttarlaust hvort kjörnir fulltrúar styðji aðildarviðræður eða ekki.  

 


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér Dögg, komin tími til að fokksfólk fari að láta í sér heyra...

Guðný Aradóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta mál er sóun á tíma og peningum

Það verða tímabundnar undanþágur og síðan allt lagt í skriffinnsku dróma

Framtíðin er fjarri því að bindast ESB, samfélagi sem er að drepast úr elli

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.7.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Dögg, fyrir það fyrsta sýna skoðanakannanir að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins séu andvígir inngöngu í Evrópusambandið sem og að sótt verði um slíka inngöngu. Hvort finnst þér að forysta flokksins eigi að horfa til afstöðu meirihluta eða minnihlutans í þeim efnum? Minnihlutans ef marka á þessa bloggfærslu þína.

Í annan stað varst þú sennilega fulltrúi á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marz eins og ég. Það reyndist ekki vilji þar fyrir því að flokkurinn beitti sér fyrir því eða styddi að öðru leyti umsókn um inngöngu í Evrópusambandið, langt því frá. Niðurstaða landsfundarins var óbreytt stefna, andstaða við inngöngu í sambandið.

Í þriðja lagi kemur fram í stefnu Sjálfstæðisflokksins að verði umsókn um inngöngu í Evrópusambandið sett á dagská sé það krafa flokksins að fram fari bæði þjóðaratkvæðagreiðsla um umsóknina sem og inngönguna sem slíka ef til þess kæmi. Þingmenn okkar eru m.ö.o. aðeins að framfylgja stefnu flokksins!

Með þessa stefnu í farteskinu buðu frambjóðendur okkar sjálfstæðismanna sig fram fyrir síðustu kosningar og voru kosnir út á hana. Ert þú virkilega að hvetja til þess að þingmenn okkar hafi samþykkta stefnu landsfundarins og loforð til kjósenda flokksins að engu??

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við vitum þegar hvað er í pakkanum í öllu sem máli skiptir. Þeir sem segjast þurfa að vita hvað er í pakkanum eru annað hvort sáttir við pakkann eða hafa ekki kynnt sér málið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 13:09

6 identicon

Þessar hundakúnstir Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á þingi eru pólitík eins og hún verður verst. Aldrei nokkurn tíman hefur verið kosið um kjarasamninga fyrr en þeir hafa verið gerðir og fólk getur kynnt sér innihald hans. Sama á við um ES samninginn við þurfum að gera samning og bera hann undir þjóðina. Sammála þér Dögg

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 17:21

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

  • Það var ekki verið að stofna EB í fyrradag. Við þekkjum Rómarsáttmálann og við þekkjum Lissabosáttmálann. Eða gerum við það ekki?  Nei við gerum það nefnilega ekki þess vegna eru margir þingmenn til í að henda einum til tveimur milljörðum í að kanna málið, jafn fráleitt og það er. 

Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaða lámarks skilyrði myndir þú Dögg setja ef þú nefnir eitt eða tvö?

Sigurður Þórðarson, 12.7.2009 kl. 17:48

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ótrúlegt sýnist mér, Dögg mín, að þú skulir skrifa þetta. Undarlegt, að þú skulir finna þér þá ástæðu til að leggjast gegn rétti þjóðarinnar til að segja sitt álit á þessari umsókn um inngöngu í þetta bandalag, að slík þjóðaratkvæðagreiðsla sé "fráleit, kostnaðarsöm tímaeyðsla, enda veldur forysta Sjálfstæðisflokksins fjölmörgum sjálfstæðismönnum miklum vonbrigðum með því að kalla eftir henni," eins og þú orðar það.

Þú ert ekki að tala þar um meirihluta Sjálfstæðismanna, heldur minnihlutann (sbr. landsfundinn). Það er um 3/4 meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir því, að verði stefnt á slíka umsókn á Alþingi, eigi að halda um þetta mál TVÖFALDA þjóðaratkvæðagreiðslu, og sú afstaða er ekki fágætari, heldur algengari meðal Sjálfstæðismanna heldur en t.d. Samfylkingarmanna.

Og að bera því við, að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla yrði "kostnaðarsöm", er í sjálfu sér fráleitt, því að kostnaður við alþingiskosningarnar var um 170 milljónir kr., og þar var undirbúningur og talning atkvæða margra flokka og röðunar í sæti mun flóknari en við einfalda talningu á jái eða neii við spurningunni um umsókn í Evrópubandalagið.

Þar að auki væri unnt að halda þessa kosningu mjög fljótlega og á sama tíma og kosið yrði um Icesave-samninginn, ef svo illa fer, gegn öllum ráðum góðra manna, að hann verði samþykktur í Alþingi, öllum þeim sem að honum koma til langvarandi hneisu. Kosning um bæði málin í senn myndi stuðla að aukinni kjörsókn og gæfi þess vegna marktækari úrslit eða vitneskju um þjóðarviljann, og sú kosning þyrfti ekki að kosta nema um 100–120 milljónir kr. í mesta lagi.

Sé ekki þjóðarvilji fyrir Evrópubandalags-umsókn, þá gætum við sparað okkur um eða jafnvel yfir tveggja milljarða kr. kostnað af "aðildar"-viðræðnaferlinu. (Þú sérð það í hendi þér, að sú áætlun stjórnvalda, að það muni kosta 990 millj. kr., er röng, strax af þeirri staðreynd, að í þeirri áætlun er gert ráð fyrir 100 milljón kr. kostnaði allra ráðuneytanna samanlagðra! þrátt fyrir geysilega vinnu sem t.d. legðist á ráðuneyti Jóns Bjarnasonar; og um 27 nefndir embættismanna og sérfræðinga yrðu starfandi í þessu ferli, á sífeldum ferðum til Brussel.)

Sparnaðarröksemdin ætti því einmitt að vera MEÐ þjóðaratkvæði.

Sé það afstaða þín, að "tímaeyðslan" felist m.a. í því, að við missum af einhverri velvildar-meðferð af hálfu Svía, þá er það raunar tilgangur ríkisstjórnar Svía að auka hið sáralitla og alls óviðunandi vægi Svía sjálfra, Dana og Finna innan stofnana Evrópubandalagsins með því að fá okkar stuðning þar; Svíar hafa aðeins 2,4% atkvæða í Evrópuþinginu, og það myndi muna um rúmlega o,6% atkvæða í viðbót frá Íslandi, ef við tækjum þar þátt í norrænu atkvæðabandalagi í hagsmunamálum. En þetta er hrein síngirni af hálfu sænskra stjórnvalda, ekki velvild gagnvart Íslandi, enda erum við sér á báti fyrir það, að sjávarútvegur okkar er hér í veði, og hann er grunnatvinnuvegur hér, en í engu núverandi ríki bandalagsins, enda gerir það þau mál háð sameiginlegri stjórn Brusselvaldsins; og í 2. lagi yrðum við smæsta þjóð bandalagsins (Möltubúar eru um 406.000) og því með minnsta vægið þar og hefðum t.d. ekki fulltrúa í framkvæmdastjórninni nema í mesta lagi 1 ár af hverjum tveimur, ef eða öllu heldur þegar Lissabon-sáttmálinn verður að veruleika (en framkvæmdastjórnin er í reynd ríkisstjórn Evrópubandalagsins (EB) og hefur t.d. sína ráðuneytisstjóra).

Þar að auki nægir engin "velvild Svía" til að koma okkur inn í þetta bandalag, heldur fyrst og fremst vilji ráðandi manna í Brussel og hverrar ríkisstjórnar meðlimaríkjanna, en það er ljóst orðið af mörgum þreifingum og yfirlýsingum Brusselmanna, að þeir vilja fá Ísland inn í bandalagið, bæði vegna auðlinda okkar og þýðingar norðursvæðanna (með þáttöku okkar fengju þeir aðild að Norðurskautsráðinu, sem þeim var neitað um, þ.e. að hafa fastafulltrúa þar, vegna neitunarvalds Kanadamanna, sem sætta sig ekki við bannstefnu EB í selveiðimálum) og eins í þeirri viðleitni bandalagsins að fá Noreg inn, en með því yrðu gas- og olíulindir tryggðar bandalaginu með öruggum hætti, svo að það yrði óháðara Rússlandi um kaup þeirra orkugjafa. Þetta er því bláköld auðlinda- og hagsmunastefna EB að bæta sér upp vöntun sína á þessum sviðum og fylla upp í hina áberandi stóru "skellu" á norðvesturhluta Evrópulandakortsins, sem þeir í Brussel horfa upp á, þegar þeir miklast yfir EB-korti sínu. Bandalagið vill verða bæði stórveldi og heimsveldi, hafa æðstu valdamenn þess, Jacques Delors og Barroso, sagt (sjá HÉR), og það verður það naumast án slíkra auðlinda; og trygging fiskveiðistofna Íslands og Noregs yrði því ennfremur mikilvæg fæðuauðlind og myndi leysa vandamál franskra, spænskra og brezkra sjómanna og útgerða; en Grænland yrði svo eitt næsta fórnardýrið, enda eru þar ekki aðeins auðug fiskimið, heldur málmar og demantar í jörðu undir bráðnandi ísnum og ekki hvað sízt úraníum. Í öllu þessu "ferli" er Ísland það vígi eða sá "dómínókubbur", sem þeir telja, að fyrst þurfi að falla, enda eiga þeir hér Brusselsiglda meðmælendur marga.

En viljir þú, að Alþingi kjósi inngngu í bandalagið, viltu um leið, að löggjafarvald þess sama Alþingis verði vart nema um 2% af fullu íslenzku löggjafarvaldi yfir landi og þjóð. Þjóðverjar setja nú 20% af sínum lögum, en Evrópuþingið um 80% af lögum fyrir það land, og þýzka sambandsþingið – hjá 260 sinnum stærri þjóð en okkar – setur örugglega meira en 10 sinnum fleiri lög en við. Þar að auki yrðu EB-lögin hér forgangslög, þannig að ef árekstrar eru innbyrðis milli þeirra og íslenzkra laga, þá eiga skv. aðildarsamningum eða öllu heldur inngöngusáttmálum ríkjanna (t.d. Svíþjóðar og Finna) lög Evrópubandalagsins að ráða, ekki landslög ríkjanna (sjá hér: Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið).

Vilt þú taka þátt í þvílíkri niðurlægingu þess Alþingis, sem þú situr á? Og liggur þér svo mikið á, að þú viljir ekki leyfa þinni eigin þjóð (með orðum hins ágæta Ásmundar Einars Daðasonar) að "eiga bæði fyrsta og síðasta orðið um það mál"?

Með góðri kveðju og beztu ósk fyrir land og þjóð,

Jón Valur Jensson, 13.7.2009 kl. 07:20

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tryggvi, ef þú telur inngöngu í Evrópusambandið sambærilegan við kjarasamning eða EES-samninginn þá er ég voðalega hræddur um að þú eigir langt í land að kynna þér málið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband