Leita í fréttum mbl.is

Örþrifaráð

Sú aðgerð að rífa húsið er óskynsamleg en hún er skiljanleg. Hér er um örþrifaráð að ræða, örþrifaráð sem virðist a.m.k. að einhverju leyti vera viðbrögð við því sem fv. eigandi upplifði sem algjört skilningsleysi bankans sem átti veð í húsinu. 

Hér birtist kjarni hluta þess vanda sem við er að etja. Fjölskyldur og fyrirtæki skilja ekki af hverju öll byrðin vegna hrunsins á að lenda á þeim og engum öðrum. Fjölskyldur og fyrirtæki þáðu lán sem bankarnir voru viljugir að veita, helst gengislán sem bankarnir mæltu hvað háværast með og bentu m.a. á hvað vaxtakjörin væru miklu hagstæðari á þeim en íslensku vísitölulánunum. 

Á sama tíma fengu forsvarsmenn bankanna og útrásarvíkingar að leika lausum hala, eftirlitslausir því eftirlitsstofnanirnar ríkisins brugðust því hlutverki sínu að að fylgjast með að þeir hegðuðu sér lögum samkvæmt.

Ríkisstjórnin neitar að viðurkenna að það þarf að aftengja vísitöluna til að fjölskyldur og fyrirtæki geti lifað þetta af. Ríkisstjórnin neitar að viðurkenna að það þarf að "núllstilla" skuldir heimila og fyrirtækja og færa þær til þess tíma sem þær voru áður en gengið fór á fleygiferð í byrjun árs 2008. Ríkisstjórnin heldur að greiðsluþol fjölskyldna og fyrirtækja sé endalaust. Það sýna úrræðin sem hún er að grípa til núna, endalausar hækkanir sem munu hækka enn skuldir og þar með greiðslubyrði skuldugra heimila og fyrirtækja. Örþrifaráð fv. húseigandans á Álftanesi sýnir aðra mynd og sennilega raunsannari en þá sem ríkisstjórnin er að reyna að mála. 


mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Stjórnmálastéttin yfirhöfuð neitar að viðurkenna þetta ástand og þessa tilurð skuldanna.

Einar Guðjónsson, 18.6.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

óttast þú ekki að ef verðtryggingin er afnumin og skuldir 'leiðréttar' að hinn aukni kaupmáttur muni leita út úr landinu, auka erlendar skuldir, fella gengið, hækka verðbólgu og koma í veg fyrir lækkun stýrivaxta?

hvernig á að bæta eignalausu fólki kaupmáttarlækkunina?  með hækkun launa og bóta?

Endum við ekki á sama stað mjög fljótlega en með meiri erlendar skuldir og lægra gengi?

Lúðvík Júlíusson, 19.6.2009 kl. 02:30

3 identicon

Mér heyrist nú að það sem gert hafi þennan mann svona arfabrjálaðan út í lánveitandann Frjálsa fjárfestingarbankann var ekki það að þeir tóku húsið hans, en málið var að þeir ætluðu sér ekki að láta sér það nægja heldur settu þeir hann persónulega á dauðalistann eins og hann sagði sjálfur. Semsagt ætluðu sér að gera hann persónulega gjaldþrota, þó svo þeir hefðu ekkert útúr því. En nei það var ekki nóg að taka húsið og veðið það átti líka að leggja líf hans í rúst. 

Þetta er ekkert nýtt hér á landi og er alveg óþolandi að hér hafa eru lánastofnanir allt sitt alltaf á þurru, bæði með belti og axlabönd og svo til viðbótar hafa þeir líka skotveiðileyfi á þig út yfir gröf og dauða.

Það þarf að breyta lögunum hér til samræmis við það sem er í USA og viðar en þar er það þannig að það er að lánveitandinn sem ber tjónið sjálfur ef greiðsluþrot verður og veðið dugar svo ekki fyrir skuldinni. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband