Leita í fréttum mbl.is

Trúfrelsi og þingsetning

Í stjórnarskránni stendur að  hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Þessu má breyta með lögum en slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði.

Meðan svo háttar er eðlilegt og sjálfsagt að viðhaldið sé gömlum sið um að byrja þingsetningu í Dómkirkjunni. Það undirstrikar lögbundin tengsl ríkis og kirkju og þá staðreynd að ríkisvaldið hefur skv. stjórnarskránni skuldbundið sig til að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Til viðbótar kemur að ríkisstjórn og alþingismönnum veitir ekki af bænum og blessunaróskum í því vandasama starfi sem þeirra bíður.

Trúfrelsi er tryggt í stjórnarskránni þannig að ef þingmaður er utan þjóðkirkju þá er honum að sjálfsögðu óskylt að mæta til messunnar. Talsmaður Borgarahreyfingarinnar er þannig frjáls af því að mæta ekki til upphafs þingsetningarinnar, þ.e. hinum kirkjulega hluta hennar. En þarf hann endilega að finna hálfpartinn að því að aðrir þingmenn mæti? Gildir ekki sama trúfrelsi fyrir þá og fyrir hann?


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er eitthvað um það í stjórnarskrá að þingsetning skuli hefjast með guðþjónustu í Dómkirkjunin?

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Baldur Blöndal

„En þarf hann endilega að finna hálfpartinn að því að aðrir þingmenn mæti? Gildir ekki sama trúfrelsi fyrir þá og fyrir hann?“

Gildi ekki líka málfrelsi? Má hann ekki tjá sig ef honum finnst eitthvað vera að

Baldur Blöndal, 15.5.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Óli Jón

Það er ekki hægt að setja jafnaðarmerki milli þess að siður sé gamall og þess að hann sé góður. Þótt það hafi lengi tíðkast að fella kirkjuferð inn í þingsetningu þá merkir það ekki að það sé rétt. Ríkistrúin hafði í eina tíð mun meiri áhrif í þjóðfélaginu, en ítök hennar fara dvínandi með aukinni upplýsingu. Þessi úrelta siðvenja er því ekki meitluð í stein heldur háð sífelldri endurskoðun.

Endurskoðun samtímans segir að hún sé úrelt og gamaldags. Því ber að afleggja hana. Auðvitað hafa sannkristnir þingmenn, og þeir sem eru bara með sína gömlu barnatrú, færi á því að leita í kirkju fyrir eða eða athöfnina til að sækja sér andlegan stuðning, sá réttur verður auðvitað aldrei af þeim tekinn.

Óli Jón, 15.5.2009 kl. 20:07

4 identicon

Sigurbjörg: S.s. bara þeir sem eru trúaðir eru umhyggjusamir?

Þorsteinn (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 21:33

5 identicon

Alveg fáránleg hugmynd að undirstrika eigi eitthvert tiltekið atriði stjórnarskrár við þingsetningu. Burt séð frá því að það atriði er úrelt.

Fullyrðing Daggar færir heim sanninn um nauðsyn Borgarahreyfingarinnar á þingi. 

Rómverji (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ekki fær maður betur séð en að þingheimur með liðsinni forsetans ætli sér að ríghalda í hina gömlu dönskættuðu og úr sér gengnu stjórnarskrá. Rúmur þriðjungur hennar fjallar á einn eða annan hátt um hlutverk forseta sem er þó að flestra mati valdalaus fígúra sem varla má viðra skoðanir á nokkrum einasta hlut.

62. greinin sem Dögg vitnar til í upphafi pistilsins ætti að vera hluti af niðurskurðaráætlun ríkissjórnarinnar.

Sigurður Hrellir, 16.5.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Baldur Blöndal

„Mér finnst ekki til of mikils mælst að þingmenn mæti til kirkju. Ef þeir ekki eru trúaðir þá bara sitja þeir. Hinir biðjast fyrir.“ - Skemmtileg tilviljun, mér finnst nefnilega ekki til of mikils mælst að þingmenn mæti í Mosku. Ef þeir trúa ekki á Allah þá bara sitja þeir. Hinir biðjast fyrir. Ég ætla rétt að vona að þú skiljir hvert ég er að fara svo ég þurfi ekki að stafa þetta fyrir þig.

„Nei það fólk er sjálfu sér nóg í alla staði og þarf alls ekki á neinni umhyggju náungans að halda.“ - Þú mætir líklega ekki í Mosku er það nokkuð? Er það vegna þess að þú ert sjálfri þér nóg í alla staði og þarft ekki á umhyggju náungans að halda? Er Kristin kirkja eini staðurinn í heiminum þar sem maður getur fær umhyggju náungans? Þú ert svo vitur

„Fólk sem gefur auðmýkt af sér er umhyggjusamt.“ - Áttu við auðmýkt eins og að vilja neyða þá sem trúa ekki á það sama og þú geri það sama og þín trú segir þér að gera? Jesús væri ekki ánægður með þessa hugsun, kannski hann rísi upp frá dauðum sem uppvakningur og skammi þig

Baldur Blöndal, 16.5.2009 kl. 00:35

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er ennþá meira "gamaldags" en Sigurbjörg..enda ...FRÁ 900 SIRKA TIL ÁRSINS 1000 VORU ÞINGMENN ÁSATRÚAR! og það var þá sem orðsrýr Íslands myndaðist sem "lýðræðisríkis" !  Ekkert er  til að vera stolt af síðan 1944 í sbv "trú"?...eða hvað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.5.2009 kl. 00:51

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.5.2009 kl. 00:55

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl

"Til viðbótar að ... alþingismönnum veitir ekki af bænum..."  Þú rökstyður þessa hefð með lögum sem standast ekki ákvæði í stjórnarskrá um að ekki megi mismuna fólki á grunni trúarskoðunar þess og svo því að bænir komi alþingismönum að gagni.   Ekkert annað en órökstudd trú trúfólks liggur að baki gagnsemi bæna.  Hugsanlega lyfleysuáhrif þess trúaða geta skilað betri líðan en ekki í huga þess sem trúir ekki.  Málfrelsi ríkir og því er ekkert að því að Lilja reyni að sannfæra annað trúlausa þingmenn um að fara ekki í messu og ekkert að því að reynt sé að telja hana ofan af því að fara ekki.

Slappur skilningur þinn á þessu veldur mér furðu þar sem þú ert talsvert sjóaður lögfræðingur.

Svanur Sigurbjörnsson, 16.5.2009 kl. 03:37

10 identicon

Það fara 6.3 miljarðar í rekstur og eignasjóði kirkjunnar skv. fjárlögum 2009. Sem dæmi má nefna að það fara 6 miljónir árlega í biblíuþýðingar og það má furða sig á af hverju þarf að þýða biblína árlega á Íslandi?

Sem kristinn meðlimur Borgarahreyfingarinnar tel ég mig ekki þurfa fara í kirkju og sitja í messu til að fara eftir kristilegum gildum. Það væri óskandi að þingmenn færu eftir boðorðunum tíu, þá værum við í betri málum. Það dugar mér ekki að fólk sitji eins og englar í fínum fötum við helgihald en hagi sér eins og djöflar þegar út úr kirkjunni er komið. Hér á landi er ekki nokkur sátt milli þingsins og fólksins. Aðskilnaður ríkis og kirkju er hávær krafa úr samfelaginu, þrískipting valdsins er ekki virt hér á landi og fyrir því mun Borgarahreyfingin berjast.

Menn og málefni inn á þing - takk!

Síðan mega þeir vera hverrar trúar sem þeir vilja fyrr mér, en það væri vel við hæfi að taka upp skriftarstól fyrir hinu villuráfandi þingmenn sem ganga beint út úr kirkjunni og á veg syndarinnar aftur.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 08:16

11 identicon

Hlægilegt að segja svona... kirkjan boraði sér þarna inn... nútímafólk sem hefur heila og ber virðingu fyrir rétti allra.. æla á svona viðbjóð gegn þjóðinni...
Að lýðræðisríki geri svona er skömm.. og bara plat lýðræð.. svona er íslam úps ísland í dag

DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:13

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er nauðsynlegt að hafa í huga að Dögg hefur starfað fyrir ríkiskirkjuna.

Matthías Ásgeirsson, 16.5.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband