Leita í fréttum mbl.is

Á villigötum

Mér sýnist Svisslendingar vera á alvarlegum villigötum ef þeir samþykkja að lögleiða heróín og jafnvel kannabis líka. Hvorutveggja eru stórhættuleg fíkniefni, sem ég tel fráleitt að gera lögleg. Gagnvart slíkum fíkniefnum er einungis ein afstaða: Hafna því að þau geti nokkurn tímann orðið lögleg efni. Með lögleiðingu þessara fíkniefna er svo sannarlega verið að gefa ungmennum kolröng skilaboð.
mbl.is Kosið um kannabis og heróin í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa bönn virkað?
Alls ekki... það sem ég hef séð um svona tilraunir er að það er prósess að fá lyfseðil, þú labbar ekki bara inn og færð heróín.
Svona aðferð hefur lækkað glæpatíðni eins og ekkert annað, svona aðferð hefur minnkað vændi....

Áratuga barátta hefur skilað ENGU.... þvert á móti, það er bara mjög gott að menn prófi aðrar aðferðir.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Ég er þess viss að þessi kosning sé einungis byrjunin, fleiri lönd munu kjósa um þesskonar mál bráðlega. Ástæðan fyrir því er að núverandi stefna, bannið, hefur enganvegin virkað.

Það eina sem hefur virkað eru öflugar forvarnir, vonandi munu menn einbeita sér frekar að forvörnum og hætta í lögguleiknum.

Jón Finnbogason, 30.11.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: MacGyver

Af hverju ekki láta fólk bara gera hvað sem það vill nema það skaði einhverjum beint? Af hverju ekki banna skyndibitastaðir, áfengi og sigarettur þá? Það er smá contradiction í þessu öllu saman.

Við ættum að leyfa þessu öllu saman, setja skatta á það, bjóða fólki uppá rehabilitation og láta fólk kjósa sálft hvað það vill gera.

Kannabis er btw langt frá því að vera eins skaðlegt og sigarettur og áfengi. Þrátt fyrir að kannabis inniheldur fleiri skaðleg efni en sigarettur þá sést engin tenging milli lungnakrabba og kannabis-notkun. Eini líkamlegi skaðinn útaf kannabis er bullous lung disease. Kannabis hefur þó áhrif á andlega getu.

Áfengi er svo miklu hættulegri gagnvart fólki öðru en neytandann. Hversu margir deyja á hverju ári útaf alls konar ofbeldi tengt áfengi og drunk driving?

MacGyver, 30.11.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég skil ekki fólk með þína afstöðu Dögg. Að leyfa þetta dót í rólegheitum er eina leiðin til að draga úr neyð fíklanna, minnka ofbeldið og létta á lögreglunni og fangelsunum.

Er fólk almennt með hausinn í sandinum? Í Sviss er greinilega verið að nota hausinn en ekki bora honum í jörðina.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 30.11.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: ViceRoy

Má nú nefna Holland, þar sem krakkar eru nú ekki svo mikið í þessu fikti sem þekkist hér og t.d. í bandaríkjunum... Þetta einfaldlega er bara "boring" í þeim huga... Í Hollandi er t.d. glæpatíðni vegna fíkniefnanotkunar frekar lítil...  Þar eru þó ekki öll fíkniefni lögleg, heldur eru það kannabis efnin sem eru lögleg.

Þeir hafa stjórnina með lögleiðingu, en með algerum bönnum á sölu og notkun ákveðinna fíkniefna, ertu að taka stjórn landsins á efnunum, þ.e.a.s. dópsalarnir hafa stjórnina... Og það hefur sannað sig í Bandaríkjunum að sama hvað þeir taka marga dópsala, stóra sem litla, þá eykst alltaf framboð og glæpatíðnin hækkar samt???

Ekki neyta ég fíkniefna, og er ekki fylgjandi notkun þeirra, en ég vil heldur að réttir menn hafi stjórn á málunum, en reka það ekki bara í udirheimana, sem er jú því miður harður heimur.

Málið er að í Hollandi er horft t.d. til heróínfíkla eins og sjúklinga, fólkið er veikt, það fær heróín, sem er einfaldlega framleitt, í hreinum ónotuðum sprautum, og fíklarnir borga ekki fyrir það (svo best sem ég veit) enda eru glæpir tengdir heróíni samkvæmt Hollandi, mjög litlir.  En málið er hins vegar að ég t.d. gæti ekki gengið þarna inn og fengið heróín... ég þarf að vera fíkill fyrir, þannig að það er ekki beint lögleitt sem slíkt.

Og því miður þá virkar bönn og áróður oft eins og auglýsing fyrir sum ungmenni. Af hverju er þetta bannað?  Svo heyrir það frá öðrum ungmennum að þetta sé alveg svakaleg víma af þessu... og ákveða að prufa.  Mörg svona dæmi eru til. 

Þannig að spurningin er hvort það sé betra að "lögleiða" og hafa stjórn á "dreifingu" og gæðum efna eða banna það og hafa enga stjórn á dreifingu, né gæðum efna? Síðarnefnd dreifing, sem beinist sérstaklega að ungmennum.

Og með gæðum á ég við, að við vitum ekki hvað menn setja í þau efni sem þeir selja til að fá meira efni fyrir meiri hagnað og þ.a.l. getur það orðið miklu meira eitur en það upphaflega var.

ViceRoy, 30.11.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: The Jackal

Skemmtilegt hvað þú hundsar öll rökin með þessu og kemur með þína eigin "Það má ekki! Skaðlegt! Illt! Blablabla"-rökleysu.

The Jackal, 30.11.2008 kl. 14:19

7 identicon

"Hvorutveggja eru stórhættuleg fíkniefni, sem ég tel fráleitt að gera lögleg."

Heróín er stórhættulegt í mörgum tilfellum.  En það sýnir algjöra vanþekkingu af þinni hálfu að halda fram að kannabis efni séu "stórhættuleg". Enginn hefur dáið af notkun kanabis efna. Alkóhól væri miklu nær lagi að setja í sama flokk og heróín, enda bæði flokkað sem "hard drug", ásamt morfíni, kókaíni, amfetamíni og nikótíni. En kannabis efni eru flokkuð sem "soft drug".

Ástæðan fyrir því hvers vegna alkóhól er löglegt en ekki kannabis, hér á landi og í flestum löndum, er einfaldlega vegna hefðar; það þýðir ekki að kannabis sé hættulegra notkunar en alkóhól, og þvert á móti hefur alkóhól eitt og sér drepið mann og annan, en kannabis aldrei.

Gvendur (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:37

8 identicon

Ég sé ekkert athugavert við að læknar ávísi heróíni en það lyf er að mörgu leyti betra sem deyfilyf en aðrir ópíatar eins og morfín. Auðvitað hefur heróín aukaverkanir eins og öll önnur lyf en það er athyglisvert að það hefur miklu minni aukaverkanir en t.d. morfín. Eftir því sem ég kemst næst eru verstu aukaverkanir af heróínneyslu svæsið harðlífi. Keith Richards lýsir því afar vel í ævisögu sinni í einni setningu. „Ég sat á klósettinu með gítarinn í 20 ár.“ Fyrir utan það að heróín mun vera eina þekkta lyfið sem beinlínis læknar kvef. Heróínsjúklingar, og þá er ég að meina þá sem þurfa að „hösla“ fyrir lyfinu, eru undirlagðir af alls konar sjúkdómum en það finnst ekki einn heróínisti með kvef. Það má líka benda á að ýmsir hafa notað heróín svo árum skiptir án þess að það sjáist merki þess að þeir séu í neyslu. Þeir sem hafa efni á lyfinu og nota hrein áhöld til neyslu virðast ekki bera neinn skaða af jafnvel langvarandi notkun. Þar má t.d. nefna William Burroughs, Aleister Crowley, áðurnefndan Keith Richards og Brian Epstein.

Kannabis aftur á móti er öðruvísi en benda má á að það er 60.000 sinnum veikara eitur en áfengi, þ.e. með 60.000 sinnum lægri eiturstuðul. Hinsvegar vitum við nú að reykur frá hampi inniheldur fleiri krabbameinsvaldandi efni en tóbak. Allar rannsóknir á hampi og neyslu hans hafa ekki getað sýnt fram á verulega skaðsemi og er t.d. eitt athyglisverðasta dæmið stór könnun sem Richard Nixon lét gera á sínum tíma og stofnaði heit batterí til verksins en það var NIDA eða National Institute of Drug Abuse. Þar var settur yfirmaður Dr. Tod Mikuriya sem var yfirlýstur andstæðingur kannabisnotkunar. Nixon vildi sem sé tryggja sér niðurstöðuna fyrirfram. Til að gera langa sögu stutta, Mikuriya og samstarfsmenn rannsökuðu og rannsökuðu og skiluðu skýrslu. Hann var rekinn samstundis. Niðurstöðurnar gengu nefnilega þvert á það sem Nixon ætlaðist til. Niðurstaðan var í einu orði sagt: „harmless!“ Hitt er annað mál að öll afþreyingarneysla hugbreytandi lyfja hlýtur að vera óæskileg þótt sjálfsagt verði aldrei hægt að koma í veg fyrir hana enda hafa fræðimenn varpað fram þeirri tilgátu að trúarbrögð séu upprunnin úr slíkri neyslu.

Og hverju eigum við svo að trúa?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:50

9 identicon

Það sem kom ekki fram í fréttum í dag um þetta swissneska heroin dæmi  var að í þeirri kantonu sem tilraunin átti sér stað, var að heroinfíklum  hafði fækkað um ca. 80-90% á þessum 10 árum. Var það vegna hugarfarsbreitingar hjá fólki. Það fór að líta á fíklana meira sem sjúklinga. Og hvaða heilbrigða manneskja segði við sjálfa sig? " Ég vil verða sjúklingur"

Hérna er eitthvað um þetta "Stórhættulega efni"  sem engan hefur drepið.  http://norml.org/index.cfm?Group_ID=6812

 When Man became a Man, was when a Monkey lit the first joint

Alexander (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:43

10 identicon

"Að leyfa þessi efni er uppgjöf."

þessi órökstudda fullyrðing mætti flokka sem rakalega uppgjöf.

Gvendur (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:07

11 identicon

Það þurfa fleirri en Hollendingar að fara horfa á fíkniefnaneyslu sem heilbrygðisvandamál ekki glæp. Mér finnst sorglegt þegar veikt fólk er gert að glæpamönnum

Svo er líka fáránlegt að ein stærsta verslunarvara heimsins sé sett í hendurnar á glæpamönnum og færir þeim í leiðnni aukin völd.

Núna þar sem þetta er svona hættuleg efni, viltu líka banna áfengi og tóbak, en rannsóknir sýna að þessi efni eru skaðlegri en t.d. kannabis.

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:19

12 identicon

Það er athyglisvert að múslimar hafa nákvæmlega sömu skoðun á áfengi eins og vestrænar þjóðir á kannabis.

Það er ekki sama hvar maður er fæddur.

Já, og Björn S. ein spurning til þín. Er það ekki uppgjöf gagnvart áfengi að leyfa það?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 17:53

13 identicon

Ég vill nota tækifærið ef ég má og lýsa yfir harmi mínum á þeirri fáfræði sem fullorðið og "hámenntað" fólk hefur í dag árið 2008 á Íslandi. Að hald því fram svona blákallt og órökstutt að kannabis sé stórhættulegt fíkniefni og að líkja því á einhvern hátt við heróín er ekki hægt að kalla annað en hreint bull, með fullri virðingu.

Sagan segir okkur hreinlega annað þegar við dröttumst til þess að nenna að kynna okkur hana sjálf, en ekki láta mata okkur af illa afbakaðri útgáfu af henni frá stofnunum yfirvaldsins.

Því við hugsum jú og hreyfum okkur eins og þeir vilja :)

Takk og bestu kveðjur

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 19:04

14 Smámynd: The Jackal

"Að leyfa þessi efni er uppgjöf."

Er mikilvægast að gefast ekki upp, þrátt fyrir að það bitni frekar á samfélaginu og peningum ríkisins?

The Jackal, 30.11.2008 kl. 20:17

15 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég horfði á áhugaverða heimildarmynd í gær; Is Alcohol Worse Than Ecstasy?, The top 20 most dangerous drugs.

Ég er á því að ef kannabisefni hefðu verið lögleidd fyrir um 10 - 15 árum, ræktuð hér heima og seld í ÁTVR þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir auknu neyslu harðari efna.  Með því að taka 80% - 90% tekna frá dópsölunum þá hröklast þeir flestur úr þeirri atvinnugrein.  Hagfræði 101.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.11.2008 kl. 20:30

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Enda sagði ég ekki í dag Skorrdal, heldur fyrir 10 - 15 árum.  Það er samt greinilegt að við höfum ekki aðgang að sömu tölum því samkvæmt minni vitneskju er framlegð smásala um 40% á kannabissölu í dag, en var hinsvegar allt að 66% árið 1994.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.11.2008 kl. 21:18

17 identicon

kannabis stórhættulegt?!?  berlínar-búar geta nú gengið um götur borgarinna með kannabis, svo lengi sem það er ekki meira en til eigin notkunnar. enginn kippir sér upp þótt það finnist smá kannabis-þefur hér og þar. þetta er bara fyrsta skrefið í lögleiðingunni. eru þjóðverjar gjörsamlega búnir að missa vitið??? eða er sumt fólk bara með hausinn þar sem hausar eiga ei að vera?

friðrik (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:17

18 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Kannabisleyfið í Hollandi er vægast sagt mjög umdeilt þar í landi.  Það virkar þannig að "aumingjar allra landa" sameinast í Hollandi og þangað flæða túristar sem Hollendingar sjálfir hafa ekki áhuga á að fá í heimsókn til sín.  Þetta dregur úr öryggi og almennum lífskjörum í landinu og nú um daginn var greint frá því að eitthvað sveitarfélag við landamæri Belgíu og Hollands hefði skorið upp herör gegn þessu því þangað flæddu hasshausar frá Belgíu í frí. 

Skorrdal, þú ert alveg einn til frásagnar um það hvort kannabis hafi ekki haft nein áhrif á þig eftir 13 ára neyslu.  Hugtakið "hasshaus" varð ekki til af sjálfu sér.

Mér finnst gegna allt öðru máli um það hvort læknir megi ávísa heróíni á sama hátt og læknar ávísa morfíni.  Eina vandamálið við það er að það setur lækna í mikla hættu þegar heróínfíklarnir brjótast inn til þeirra um miðjar nætur og heimta skammtinn sinn.  Þeir hafa þó prófað þetta í 10 ár og það virðist hafa gengið hjá þeim.

Einhver talaði um að bannið hafi ekki gert neitt gagn.  Það hefur vissulega gert mikið gagn.  Margfalt færri neyta kannabisefna á Íslandi en áfengis.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.12.2008 kl. 00:33

19 identicon

Sigurður segir að í Hollandi sé "öryggi og almenn lífskjör" ógnað með kannabistúristum. Það þykir mér ansi skondin upphrópun en því miður og skiljanlega ekki rökstudd. Sigurður lifir í einhverjum fantasíu heimi þar sem hann heldur að bannið við kannabis gerir gott. Jafnframt telur hann sig eiga rétt á að hafa vit fyrir öðrum og í sjálfselsku sinni þrætir við fólk um hvernig andlegur status þess er.

Sennilega hefur hann, eins og svo margir íslendingar, ekki hugmynd hversu margir kannabisneytendur eru í þjóðfélaginu. Það er skiljanlegt enda eru viðskiptin í undirheimum fíkniefnana. En honum finnst þetta kjánalegt og kallar þá "aumingja" og "hasshausa"

Við ættum að hlusta á Sigurð, hann veit hvað er best fyrir okkur öll.

hs (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 01:56

20 identicon

"Einhver talaði um að bannið hafi ekki gert neitt gagn.  Það hefur vissulega gert mikið gagn.  Margfalt færri neyta kannabisefna á Íslandi en áfengis."

Þetta er einföld rökvilla; sú staðreynd að fleiri drekki áfengi en neyti kannabis efna hefur aldrei verið sýnd fram á að myndi breytast með lögleiðingu né að "bannið" sem slíkt hafi áhrif á hana.

Gvendur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband