Leita í fréttum mbl.is

Tölur og tölfræði

Ekki ætla ég með neinum hætti að draga úr alvarleika þessarar fréttar. Hvert dauðsfall við vinnu er einu of mikið. En í fréttinni virðist þó vera villa - því skv. dreifibréfinu sem vitnað er til þá eru það 13 einstaklingar sem hafa látist í vinnuslysum á síðustu tveimur og hálfu ári en ekki 23 samanborið við 10 næstu fimm árin á undan.

Það sem mér finnst þó vanta í dreifibréfið frá Vinnueftirlitinu er að setja þessar upplýsingar um fjölda dánarslysa við vinnu í betra samhengi við fjölda starfsmanna sem unnu við bygginga- og mannvirkjagerð á þessum sömu tímabilum. Er fjölgun slysanna líka hlutfallsleg - eða einvörðungu töluleg? Sömuleiðis hefði verið gagnlegt og til skýringarauka að sjá hvort breyting hafi orðið á fjölda útlendinga í vinnu við bygginga- og mannvirkjagerð á þessu tímabili. En það er örugglega rétt sem fram kemur í dreifibréfinu að forvarnar- og öryggisstarf á vinnustöðum má vera betra. Og allir, bæði atvinnurekendur og starfsmenn þurfa sífellt að vera vakandi gagnvart forvarnar- og öryggismálum á vinnustað.

Fyrir þá sem vilja skoða nánar fréttatilkynningu Vinnueftirlitsins og dreifibréfið til til er vísað í fréttinni, þá er hægt að nálgast hvorutveggja hér.


mbl.is Dauðaslysum á vinnustöðum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæl Anna og Björn. Ég er algerlega sammála ykkur og segi það raunar - hvert vinnuslys er einu of mikið. En ég geri þá kröfu til opinberra stofnana að tölfræði frá þeim sé skýr svo hægt sé að lesa úr þeirra upplýsingum hvor marka megi einhverja þróun á þessu sviði. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 9.9.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391609

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband