Leita í fréttum mbl.is

Það er vandlifað

Af tilviljun var ég að lesa bloggsíðu varaformanns Framsóknarflokksins. Þar bloggar varaformaðurinn um samkomu Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) fyrir réttri viku síðan. Nú vill svo til að ég var einnig á þessari samkomu, sem var hin besta. Bloggið má lesa hér. Varaformaðurinn segir í blogginu að ræðu fundarstjórans hafi lokið með háðsglósum í garð framsóknarmanna og leggur síðan útaf orðum fundarstjórans í garð framsóknarmanna.  

Eftir lesturinn fór ég að rifja upp ræðu fundarstjórans, sem mér fannst prýðileg og fráleitt að þar féllu orð sem hefðu átt að misbjóða neinum, hvorki framsóknarmönnum né öðrum. 

Fundarstjórinn, sem var formaður Sjálfstæðisflokksins, alþingismaður í Suðurlandskjördæmi og ráðherra og nú ritstjóri Fréttablaðsins, lauk máli sínu með því að segja skopsögu af sjálfum sér á ferðum um Suðurlandskjördæmi meðan hann var þar þingmaður. Hann sagði frá heimsókn sinni til fullorðins bónda, sem allir vissu að kysi Framsóknarflokkinn og hefði gert um áratuga skeið. Enda tók hinn aldni bóndi á móti þingmanninum með þeim orðum að hann hefði getað sparað sér heimsóknina. Hann kysi Framsóknarflokkinn og hefði gert frá því á miðjum fjórða áratugnum. Fyrir þann tíma hefði hann kosið Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að sá flokkur hefði staðið að aðför að einum besta manni Framsóknarflokksins hefði hann söðlað um, ákveðið að kjósa Framsóknarflokkinn og gert það æ síðan. Fundarstjórinn sagði að sér hefði vafist tunga um tönn að svara bóndanum og áður en hann náði að svara hefði bóndinn bætt við: En það get ég sagt þér, engri ákvörðun hef ég séð jafnmikið eftir.

Salurinn auðvitað hló - enda sagan góð og mér fannst hún góð og græskulaus. Ekki hvarflaði að mér eitt augnablik að hægt væri að taka þessa skopsögu fundarstjórans af sjálfum sér og heimsókn til kjósanda sem háðsglósur í garð framsóknarmanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl Dögg. Þakka þér fyrir góðan pistil. Ég er nú á þeirri skoðun að margir framsóknarmenn í framlínu flokks síns velja að misskilja allt mögulegt þessa dagana, sé minnst á nöfn þeirra að ég tali nú ekki um nafn flokksins sjálfs. Brjóstumkennanlegt í raun og veru. En það er ástæða til að halda upp á daginn, Bingi er hættur og er það svo sannarlega "på tid". Óska þér og þínum alls góðs. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef þú sérð ekki hvað fyrrverandi formaður þinn er að segja með þessari sögu, þe að það eigi allir að sjá eftir því að fylgja framsókn, er sannleikssía sjálfstæðisgleraugnanna undarlegri en mér hafði áður dottið í hug.

Gestur Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 16:18

3 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391618

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband