Leita í fréttum mbl.is

Mér finnst það gott

mál að forseti Íslands ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs. Þó kaus ég hann ekki 1996 og hefði aldrei gert. Mér finnst hann hafa staðið sig ágætlega í embætti - þótt ekki sé ég alltaf sammála honum. Mér finnst líka að að þjóðin hreinlega megi ekki við því að vera með allt of mikið af fyrrverandi forsetum. Ég lýsi því ánægju minni með ákvörðunina, fyrst og fremst af praktískum ástæðum. Wink

Þá finnst mér slæmt að heyra að einstaklingur sem ítrekað hefur boðið sig fram og verið hafnað með afgerandi hætti jafnoft af þjóðinni skuli ætla eina ferðina enn að reyna fyrir sér í forsetaframboði. Ég tek heilshugar undir orð Þórunnar Guðmundsdóttur hrl. í viðtal á Stöð 2 föstudaginn 4. janúar sl. Viðtalið er hér. Þórunn fjallar um málið af reynslu því hún er fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður.

Það er ótrúlegt að ekki skuli fyrir löngu búið að breyta fjölda meðmælenda sem þarf til að geta boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Fjöldinn, lágmark 1500, hámark 3000, hefur verið óbreyttur í tæp 65 ár. Þá er umhugsunarefni af hverju fjöldi meðmælenda er festur í stjórnarskránni sjálfri. Eðlilegra væri að það væri ákveðið með almennum lögum. Stjórnarskráin á að gefa fyrirmæli um viðmiðun, t.d. útfrá fólksfjölda, þannig að fjöldi meðmælenda endurskoðist fyrir hverjar forsetakosningar. Þá er það auðvitað grafalvarlegt mál að fólk geti af misgáningi skrifað undir stuðning við forsetaframbjóðanda, haldandi að það sé að styðja frið. Vonandi verður a.m.k. farið eftir þeirri ábendingu Þórunnar að hannað verði sérstakt eyðublað fyrir komandi forsetakosningar, sem stuðningsyfirlýsingar verða að vera á.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég hef oft dáðst að því að Vadikanið greiðir engin eftirlaun til Páfa...Páfinn er ráðinn fyrir lífstíð og að honum látnum tekur annar við...

Eftirlaun til æðstu embættismanna á Íslandi ásamt því að þeir eru á ofurlaunum sem sendiherrar úti í henni veröld og bíða í bunum eftir að fá embættum úthlutað!... er út úr öllu korti... Þarna hafa stjórnmálamenn farið ofurfrjálst með vald sitt og ákveðið eigin launakjör...Og þau ofurhá...miðað við almenn launakjör hins vinnandi manns....Verst er að hinn almenni kjósandi, á lægstulaununum kýs þessa stjórnmálamenn aftur og aftur vegna eigin heimsku, en heimskan er ólæknanleg...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 03:20

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Af hvaða ástæðum er Ástþór, því þú ert að ýja að honum, eitthvað verri en Ólafur? Afhverju kemurðu ekki með það HVERS VEGNA það er svona agalegt að Ástþór bjóði sig fram? Ástþór er  kannski ekki mjög hefðbundinn en er hann nokkuð verri en maður sem hefur fjarlægst þjóðina og gerst þjónn auðmanna. Ólafur forseti er kominn langt frá venjulegu fólki og það eina sem heldur honum í embætti er einmitt það að Íslendingar nenna ekki að standa í stórræðum meðan einhver forseti vill vera áfram. Er þetta svo sannað mál að menn hafi  talið að þeir hafi verið að skrifa undir frið þegar þeir voru í raun að styðja við  forsteaframbjóðanda? Allir vita að kjörorð Ástþórs var friður svo það erkki rétt hjá þessari konu  að allir styðji svo sem frið sem almennt fyrirbærti, menn tengdu það auðvitað Ásþóri í þessu tiltekna sambandi og tíma . Þú tekur þessa konu, sem bar þetta fram án þess að koma fram með nein gögn, trúarnlega án  nokkurs fyrirvara. Myndirðu taka Ástþór trúanlegan á sama hátt? Ekki vil ég hann sem forseta en heldur ekki Ólaf en ég er á móti öllum mannamun. Þetta eru dylgjur um undirskriftirnar þangað til það er studd einhverjum gögnum. Það er ekki nóg að kona í sjónvarpi segist halda eða hafi orðið vitni að.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Jeminn eini, ætlar hann kannski að koma fram í búningi aftur ? var hann ekki í jólasveinabúning fyrir fjórum árum.... og eitthvað kemur tómatsósan upp í huga mér 

Þakka þér enn og aftur fyrir góðan pistil, ég sé að þú ert nánast eini pólitíkusinn í dag sem ég er sammála í hverju orði !

Bestu kveðjur,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband