Leita í fréttum mbl.is

Áfengi og matvöruverslanir

Í gær var á Alþingi mælt fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir að selja megi létt vín og bjór í matvöruverslunum. Liðlega fjórðungur þingmanna er öruggur í stuðningi sínum við málið því flutningsmenn eru samtals 17. Flutningsmenn eru því vongóðir um að nú náist þetta markmið loksins, en margbúið er að reyna að breyta þessum lagaákvæðum.

Röksemdir með þessari breytingu virðast helst tvær: Það sé óhæfa að þurfa að kaupa áfengi í búð sem rekin er af ríkinu og það sé svo þægilegt að geta gripið rauðvínið, hvítvínið eða bjórinn með sér um leið og mjólkin og brauðið, að ógleymdri steikinni, er keypt.

Þetta finnast mér slæm rök. Rannsóknir sýna að sala áfengis í matvörubúðum hefur í för með sér aukna neyslu af því að aðgengi verður auðveldara. Á þetta ekki síst við um unglinga og yngra fólk. Ég tel að vandi okkar Íslendinga af áfengisnotkun og áfengismisnotkun sé nægilegur þótt við tökum ekki ákvarðanir sem nánast öruggt er að auki á þann vanda.

Ef menn eru á móti því að ríkið selji áfengi þá er best að breyta því, afnema einokun ríkisins og opna fyrir það að einkaaðilar geti átt og rekið vínbúðir. Það þarf ekki í leiðinni að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Þetta eru tveir aðskildir hlutir sem engin ástæða er til að blanda saman. Ég tel að við eigum að halda okkur við það að selja áfengi í aðgreindum verslunum þannig að þeir sem vilja kaupa áfengi þurfi að fara í sérstaka vínbúð til þess. 

Ég tek heils hugar undir leiðara Morgunblaðsins í dag um þetta mál. Þetta frumvarp er engin ástæða til að samþykkja. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Hér er áfengisvandi sem ekki á að auka við með breytingum af þessu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 16.10.2007 kl. 22:36

2 identicon

Flott Dögg!!!

Ása (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Þetta er ágætur pistill Dögg en mér finnst þú full fljót á þér. Þú segir að rannsóknir sýni að þetta muni leiða til aukinnar drykkju, ég spyr hvaða rannsóknir. Nú fer það ekki á milli mála að aðgengi að áfengi á íslandi er nokkuð gott og síðustu 10 árum hefur útibúum ÁTVR fjölgað gífurlega, samt sem áður er ekki hægt að segja að vandinn hafi aukist.

Það er flott að fólk hafi misjafnar skoðanir á þessu en mér finnst að rök þeirra sem er á móti séu svolítið mikið um fullyrðingar án þess að þær endilega standist nánari skoðun.

Jón Ingvar Bragason, 17.10.2007 kl. 07:46

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ef áfengissala verður gefin frjáls mun framboð á víni minnka.  Ég hlakka persónulega ekki til að kaupa Euroshopper rauðvínsbeljur.

Ég segi þetta út frá fenginni reynslu af einkavæðingu lyfjaverslana.

Þegar við lærum að koma í veg fyrir fákeppni væri ég til í að endurskoða þessa afstöðu.  Þangað til er ég sáttur við að gera mér sérferð út í ÁTVR.

Kári Harðarson, 17.10.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Dísa Dóra

Sammála þér.  Áfengi á heima í sérverslunum að mínu mati og það mun aðeins auka þau vandamál sem áfengi fylgja að selja það í matvöruverslunum.

Dísa Dóra, 17.10.2007 kl. 09:52

6 identicon

Auðvitað væri þægilegt að geta kippt með sér einni rauðvín um leið og maður hleypur fram hjá kjötborðinu í Hagkaupum. En burt séð frá því hvort áfengisneysla eykst eða ekki, held ég að þetta myndi aldrei ganga upp miðað við þann fjöldar erlends starfsfólks á kössum sem ekki talar íslensku. Hver á að spyrja um skilríki? Hvernig á að þjálfa fólk í að þekkja fölsuð skilríki o.s.frv.? Sjálf var ég að vinna í ÁTVR einu sinni og við fengum enga þjálfun og enn þann dag í dag er starfsfólk feimið, að því er virðist, að biðja um skilríki þótt það kunni að hafa aukist örlítið.
Ef áfengi yrði selt í matvöruverslunum, yrðu þá settir upp sérstakir kassar með íslensku starfsfólki, 20 ára og eldra, sem afgreiðir fólk með áfengi? Ég leyfi mér að efast um það!

Ásta Sól (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:03

7 identicon

Eigum við þá ekki bara líka að leggja niður allt sem kallast áfengisleyfi og leyfa mér og þér að selja?

Ásta Sól (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:54

8 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Ég held að það sé hárrétt ábending hjá Kára að einn fylgifiskur þessa, ef samþykkt verður, er að úrval á léttvínstegundum mun minnka verulega. Það mun engin matvörubúð bjóða upp á það úrval sem nú er í boði í vínbúðum ÁTVR.

Dögg Pálsdóttir, 17.10.2007 kl. 18:19

9 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sammál þér Dögg.  Þetta er í ágætis farvegi, og engin ástæða a' breita því.  Nægur er vandinn í þjóðélaginu.

Einar Vignir Einarsson, 17.10.2007 kl. 20:37

10 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sammála þér Dögg

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2007 kl. 21:52

11 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þau málefni Dögg sem ég hef áhuga fyrir, þar talar þú eins og orðin komi út úr mínum munni og annað !!!!!! sá sem spyr um rannsóknir þarna uppi, þá er alþjóða heilbrigðisstofnun búin að sýna fram á þettaog það kom fram í þætti um daginn, man ekki hvaða þáttur það var, og þá var maður þar sem talaði um að fylgni væri milli þess að:

aukið aðgengi að áfengi= aukin neysla= meiri vandamál !!!!

Þetta kom í ljós þar svo að þeir sem vilja mótmæla verða að gera það við WHO

Þú ert alltaf flott hér inni Dögg !

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 17:28

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Alfjörlega sammála nema hvað ég er hræddur um að ef einkaaðilar fái að reka vínbúðir muni allar áfengisvarnir í landinu hrynja fljótlega í gróðahyggju. Ég held reyndar að forsvarsmenn frumvarpsins vaði mikla villu um það að það séu aðeins tiltölulega fáir sem misnota áfengi. Það eru ekki bara einhvejrir rónar. Það er mikill fjöldi sem flestir eru í fullu starfi og allt það en eru samt alkar og valda sér og öðrum ölum þeim vanda sem því fylgir. Svo finnst mér það sjálfhverf sællífisrök að þykja það vega þungt að geta keypt sér vín fyrir steikina (sem Íslendingar hafa aldrei vanist að drekka með fín vín) í matvöruverslunum miðað við þann mikla vanda sem áfegnisneysla veldur og mun mjög líklega vaxa ef áfengi verður selt í matvörubúðum: Líf margra fjölskylda í rústum versus þægindalegheit fyrir sunnudagssteikina. Er ekki eitthvað að verðmætamati þeirra sem nota þessi þægindalegaheitarök?

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.10.2007 kl. 11:47

13 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband