Leita í fréttum mbl.is

Ánægjulegt

Forseti Íslands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað nýjan dómara við Hæstarétt, dr. Pál Hreinsson. Ég hafði veðjað á annan umsækjanda, m.a. vegna ungs aldurs Páls, en hann er yngstur þeirra sem sóttu um að þessu sinni. Það hefur verið ákveðin tilhneiging til að skipa í réttinn einstaklinga sem orðnir eru fimmtugir, þótt vissulegar séu  nokkrar undantekningar frá því.

Ég er ánægð með þessa skipun og trúi ekki öðru en að hún verði óumdeild. Páll er afburðalögfræðingur. Það hefur aldrei verið spurning í mínum huga um það hvort Páll Hreinsson yrði hæstaréttardómari heldur hvenær. Og nú er það sem sé orðin staðreynd. Ég óska Páli innilega til hamingju með skipunina.


mbl.is Páll Hreinsson skipaður dómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Það eru góð tíðindi.  Eitt sinn skrifaði ég grein þar sem ég benti á að sifjamál væru kynslóðarmál. Yngri kynslóðin hefði aðra sýn en þau eldri og þar sem hæstarréttur væri skipaður að mestu eldra fólki, þá mætti færa rök fyrir því að það væri veikleiki við hæstarrétt. Greinin birtist í Mogganum en má les hér.   Í útdrætti í greininni segi ég: "Það er full þörf á því að yngja upp í dómarastétt á Íslandi."   Ég fagna því skpan Páls.

Gísli Gíslason, 28.8.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég er hæstánægð með Pál og tel að það sé varasamt að hafa 'kvóta' í vali á dómurum, hvort heldur er kynja- eða landsbyggðarkvóta. Það þarf að velja þá hæfustu í þessi störf.

Landsbyggðarkona 

Aðalheiður Ámundadóttir, 29.8.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Hvað meinar þú Héðinn með "yfirstéttarheimili í Reykjavík". Hvaða heimili eru það? Samkvæmt lögfræðingatali er faðir Páls Hreinssonar prentari og móðir hans skrifstofumaður. Ég sé því ekki betur en að Páll sé kominn af ósköp venjulegu fólki, eins og við erum öll.

Dögg Pálsdóttir, 29.8.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband