Leita í fréttum mbl.is

Það má takmarka tjáningarfrelsið

Þetta er athyglisverður dómur og virðist mér sem niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna sé á svipuðum nótum og dómar Hæstaréttar Íslands þar sem reynt hefur á hvort lög sem banna áfengisauglýsingar séu brot á tjáningarfrelsinu.

Sem vekur upp spurningar um það, af hverju ákæruvaldið hefur aldrei (svo ég muni) látið reyna á ábyrgð ritstjóra blaðanna, sem birta áfengisauglýsingarnar í staðinn fyrir að eltast við framleiðendurnar. Ef blöðin sem birta þessar auglýsingar myndu virða lögin sýnist mér sem áfengisauglýsingar myndu hverfa. Fyrr ekki.

Blöðum dettur ekki í hug að birta tóbaksauglýsingar (og sennilega eru innflytjendurnir ekki heldur að reyna að auglýsa þær). Af hverju dettur þeim eitthvað frekar i hug að birta áfengisauglýsingar?

Við getum haft ýmsar skoðanir á skynsemi þess að banna áfengisauglýsingar en það er lágmark að meðan áfengisauglýsingar eru bannaðar með lögum að allir, blaðaútgefendur líka, virði það bann.


mbl.is Umdeildu máli um málfrelsi og kannabisboðskap lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Sæl Dögg,

reyndar er það svo að ákæruvaldið hefur amk. tvisvar látið reyna á ábyrgð ritstjóra/ábyrgðarmanna blaðanna.

Í fyrra skiptið í máli sem finnst í dómasafni Hæstaréttar frá árinu 1963, bls. 1, þar sem bæði ritstjóri vikublaðs og framkvæmdastjóri veitingahúss voru ákærðir fyrir brot á áfengislögum. Eins og þú væntanlega veist er í gildi mjög sérstök ábyrgðarregla í lögum um prentrétt (15. gr. prl 57/1956). Á grundvelli þeirrar reglu var ritstjórinn sýknaður þar sem framkvæmdastjórinn var sakfelldur.

Hitt málið er töluvert nýrra, féll í héraðsdómi Reykjaness 4. júní sl., þar sem ritstjóri dagblaðs var sakfelldur vegna skorts á auðkenningu höfunda á auglýsingum í blaðinu (greiddum kynningum).

Það sem hefur undrað mig lengi er að ekki skuli báðir aðilar, bæði ritstjóri/útgefandi og "höfundur" auglýsingarinnar (í raun oftast framkvæmdastjóri fyirrtækis), ákærðir í einu, eins og gert var í málinu frá 1963. Annar yrði vissulega sýknaður á grundvelli hinna skrítnu ábyrgðarreglna laga um prentrétt, en ég er þess fullviss að ef ritstjórarnir hefðu verið ákærðir, og þá mögulega fundnir sekir, í þeim málum sem sótt hafa verið undanfarin ár, þá sæjum við ekki snifsi af þessum auglýsingum í innlendum miðlum.

Ég skrifaði einmitt langa grein um tengd efni í tengslum við nafngreiningu höfunda og tvo hæstaréttardóma sem féllu 14. júní sl. þar sem ég spái því einmitt að næsta skref ákæruvaldsins verði að snúa sér að ristjórum / útgefendum tímarita. 

Elfur Logadóttir, 25.6.2007 kl. 22:02

2 identicon

Hvenær ætla þeir svo að banna LEAP? Að skerða tjáningarfrelsið er alltaf hættulegt, eitt skref bíður upp á það næsta. Virðist vera auðveldara að skerða frelsi þegar það er í nafni stríðs. Stríðið gegn hryðjuverkum, stríðið gegn fíkniefnum... Eru stríðin ekki bara afsakanir fyrir auknum völdum á kostnað almennings?

Þeir leyfa KKK þarna fyrir vestan og afsaka það alveg örugglega með tjáningarfrelsinu, ættu að reyna að vera samkvæmir sjálfum sér. 

Geiri (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Það er alltaf matsatriði hvar á að setja mörkin í tjáningarfrelsinu. Gott er þó að hafa það að leiðarljósi að láta frelsið njóta vafans. Lög og reglugerðir aukast hraðar en koltvísýringurinn í andrúmsloftinu og það er stöðugt verið að banna fleiri og fleiri hluti.

Þorsteinn Sverrisson, 26.6.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ég hef aldrei skilið afhverju auglýsingar fyrir munaðarvörur séu settar undir Tjáningarfrelsis hattinn. Það er stór munur á tjáningu einstaklings sem er frjálst að segja skoðun sína án þess að lenda í vandræðum og fyrirtækis sem er að auglýsa vöru. Þetta er ekki sami hluturinn og á ekki að vera undir sama verndar hatti. 

Tjáningafrelsi er um pólitískar, trúanlegar og lífsviðhorfs skoðanir en ekki um Carlsberg bjór eða Heineken. 

Ómar Örn Hauksson, 26.6.2007 kl. 17:43

5 identicon

Er það ekki hluti af lífsstíl að drekka bjór eða reykja hass?

Að banna sumar auglýsingar er tilraun til neyslustýringar. Neyslustýring yfirvalda er alveg jafn mikill fasismi og það að skerða tjáningarfrelsi. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:05

6 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Jú það er hluti af lífstíl en vöru auglýsingar eru ekki skoðanir og ekki lífsstíll. Maður getur talað um áfengi og hass eins mikið og maður vill en fyrirtæki er ekki manneskja og þar að leiðandi hefur ekki skoðanir. Það er einungis sett fram til þess að selja vöru en ekki til þess koma fram með viðhorf. Það er ólöglegt að auglýsa áfengi, hvernig sem mönnum finnst það kemur málinu ekki við og þannig á auðvitað að kæra alla þá sem koma að þeim, hvort sem það eru dagblöðin, sem eru vísvitandi að byrta ólöglegt efni eða umboðsaðilar. Þessi lög á auðvitað að virða og löggjafavaldið á auðvitað að fylgja þeim eftir í hvert skipti sem þau eru brotin en ekki þegar einhver út í bæ finnst nóg komið og kærir.

Ómar Örn Hauksson, 26.6.2007 kl. 19:26

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Mér finnst hámarkshraðinn í Ártúnsbrekkunni of lágur.  Það dregur þó ekki úr sekt minni sé ég tekinn þar fyrir of hraðan akstur.  Meðan þetta er í lögum þá á lögregla og dómstólar að fara eftir þeim.  Svo einfalt er málið.

Geir, ég get þróað með mér lífstíl sem inniheldur ólögulega hluti.  Hægt er að segja að þegar fjöldamorðingjar myrða fjölda fólks reglulega á margra ára tímabili þá séu morðin orðin lífstíll hjá þeim.  Það gerir þau ekki lögleg.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.6.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband