Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Blekkingar?

Í fréttinni segir:

Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.

Hvað þýðir þetta? Þýðir þetta að lífeyrissjóðir eru með einhverjum hætti að reyna blekkja innistæðueigendur sína um raunverulega stöðu sjóðanna?


mbl.is Vilja reka forstjóra Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhyggjur?

Það hlaut að koma að því að tilfelli af svínaflensunni greindust hér. Og þá er næst að spyrja? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? Hvað á almenningur að gera? Ekkert? Eitthvað? Gott væri að fá einhverjar leiðbeiningar um það.
mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsunardagur

Væri kannski ráð að efna til hreinsunardags í dönskum skólum þar sem kennarar og foreldrar taka höndum saman og hreinsa skólana almennilega? Það mætti meira að segja hafa nemendurna með í verkið. Stundum má nú bara drífa sjálfur í hlutunum í staðinn fyrir að tala um vandamálið og ætlast til að aðrir leysi það. Eða hvað?Wink


mbl.is Skítur í dönskum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í rólegheitum

Það er ánægjulegt að heyra að fullur kraftur er kominn í rannsókn embættis sérstaks saksóknara á ýmsum málum sem tengjast hruninu. En er einhvers árangurs að vænta úr húsleit tæpum átta mánuðum eftir hrun? Menn eru búnir að hafa allan þennan tíma til að dunda sér við að koma undan skjölum tölvupóstum o.fl., eyða þeim, tæta þau, hafi þeir á annað borð áttað sig á því að þessi gögn gætu skipt máli. En vonandi kemur þessi staðreynd ekki að sök við rannsókn málanna.

Það skiptir máli að þeir sem gengið hafa á svig við lög í aðdraganda hrunsins verði látnir sæta ábyrgð.


mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn í afneitun?

Þjóðin geri sér algerlega grein fyrir vandanum enda brennir hann á fjölskyldum og fyrirtækjum daglega svo sárt svíður undan. Það er ríkisstjórnin sem er í afneitun varðandi þá staðreynd að þau úrræði sem gripið hefur verið til í þágu fjölskyldna og fyrirtækja duga engan veginn.
mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókin viðfangsefni

Þau eru greinilega flókin viðfangsefnin sem annar stjórnarflokkurinn telur brýnust þessa dagana. Má ekki með smá hagræðingu koma 14 manns fyrir í herbergi sem áður rúmaði 11 manns? Wink


mbl.is Þeir sitja sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og útlánsvextirnir?

Já, þetta er afar óþægileg staða fyrir bankanna. En hvenær ætlar efnahagsmálaráðherrann og ríkisstjórnin öll að opna augun fyrir þeirri afar óþægilegu stöðu sem fjölskyldurnar og fyrirtækin eru í vegna himinhárra vaxta sem þessir aðilar eru að greiða í útlánsvexti? Nú á ríkissjóður bankanna og er þess vegna farinn að velta fyrir sér efnahagsreikningi þeirra. Þarf ríkissjóður að eignast öll heimili og fyrirtæki í landinu áður en ráðherrarnir fatta þann halla sem er á efnahagsreikningi þeirra og grípa til aðgerða?
mbl.is Ríkisbankarnir reknir með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítavert kæruleysi

Hvernig dettur einhverjum í hug að skilja eftir kolagrill á þessum stað - án þess að hafa a.m.k. gengið kyrfilega úr skugga um að eldur væri slokknaður? Það má þakka fyrir að ekki fór ver - því ef hjólahópinn hefði ekki borið að er allt eins líklegt að enn stærra svæði hefði orðið eldinum að bráð. Eftir þurrka síðustu daga þarf ekki mikið til að eldur læsist i sinu og breiðist út með ógnarhraða og veldur oft óbætanlegu tjóni.
mbl.is Börðust við eld í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það?

Einhvern veginn er maður frekar vantrúaður á það að ímynd Íslands erlendis sé sterk um þessar mundir. Meira og minna öll umfjöllun erlendis um okkur eftir hrunið hefur lýst okkur frekar neikvætt en jákvætt. Sumt af þeirri umfjöllun hefur hreinlega sett að manni kjánahroll og ekki fyllt mann neinu þjóðarstolti.

Hvað skyldi þessum ágæta manni hafa verið borgað fyrir að telja okkur trú um þetta? En ég trúi honum ekki.


mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagmennska?

Það er til fyrirmyndar að fundargerðir peningastefnunefndar skuli birtar með þeim hætti sem hér kemur fram. Umræðan og ákvarðanatakan vekur spurningar. Fram kemur að nefndarmenn töldu forsendur fyrir að lækka stýrivexti um 1,5 - 3,5 prósentustig. Seðlabankastjórinn virðist síðan draga eins og uppúr hatti 2,5% og gerir síðan formlega tillögu um að vextirnir lækki um það prósentustig. Af hverju lenti selabankastjóri í 2,5% en ekki í 3% eins og tveir nefndarmenn virðast hafa aðhyllst? Er þetta fagmennska? 
mbl.is Tveir vildu lækka vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband