Leita í fréttum mbl.is

Sammála

Ég tek undir hvert orð forstjóra Barnaverndarstofu í þessu viðtali Hið gífurlega álag sem er á starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur hlýtur að vera viðfangsefni sem borgarstjórn tekur á og það sem fyrst. Umræðan um þetta álag er ekki ný af nálinni en hefur nú tengst hugsanlega slökum vinnubrögðum í máli. Ég er sammála mati forstjóra Barnaverndarstofu á vinnubrögðunum í því máli. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur þau til athugunar og mun væntanlega komast að niðurstöðu.

Við viljum trúa því að vinna í barnaverndarmálum sé góð og að mistök fortíðar séu eitthvað sem aldrei geti gerst aftur. Almennt séð fullyrði ég að barnaverndarstarf er vandað. En sérhver mistök sem gerð eru eru alvarleg því þau grafa undan trúverðugleika barnaverndarstarfsins. Það er slæmt því það tekur tíma að byggja upp trúverðugleika á ný.

Rætt hefur verið um einhliða umræðu í þessu sambandi því barnaverndaryfirvöld telja sig bundin þagnarskyldu þegar kemur að umræðu um einstök mál, sem rata í fjölmiðla. Ég er ósammála þessari skoðun barnaverndaryfirvalda. Ef einstaklingur gengur fram opinberlega og ræðir afskipti barnaverndaryfirvalda af sínum málum þá er sá sami einstaklingur a.m.k að leyfa að barnaverndaryfirvöld svari því og leiðrétta það sem einstaklingurinn hugsanlega fer ranglega með í umræðunni. Auðvitað er þetta vandmeðfarið en það er óþolandi fyrir hvern þann aðila, sem bundinn er þagnarskyldu, ef túlka á þagnarskylduna svo þröngt að viðkomandi geti ekki einu sinni borið af sér sakir eða leiðrétt rangfærslur og vitleysur. Þetta er nokkuð sem ég hygg að ræða þurfi betur og setja einhverjar leiðbeiningareglur um. 


mbl.is Eru með allt að 60 mál barna á sinni könnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir umræðuna.

Það vita flestir að barnaverndarnefndir eru með alltof fáa starfsmenn miðað við þær kröfur sem eru gerðar til þeirra og eðli þeirra málefna sem þeir fjalla um. Áttum okkur líka á því að þetta eru ekki málefni sem koma og fara á einum degi (einsog einföld umsókn um fjárhagsaðstoð) heldur fjölþætt og umfangsmikið starf með hverri fjölskyldu. Sjá ennfremur: http://www.socialrdg.dk/Default.aspx?ID=2799 

Barnavernd er ekki afgreiðsluferli heldur þarf að vera bæði öflugt stuðningsferli og skýr mannréttindavakt fyrir þau börn sem þarna eiga hlut í máli. Ýmislegt jákvætt hefur átt sér stað innan þessa málaflokks, t.d. öflugri menntun og skýrari vinnureglur. Hins vegar hefur mér fundist Barnaverndarstofa ekki sinnt sinni skyldu í að efla barnaverndarstarfið í landinu, þeir virðast vera meira fyrir yfirlýsingar. Síðan finnst mér hlutverk Barnaverndarstofu vera fremur flókið, þ.e. eftirlit, útboð, rannsóknir, veita þjónustu, ákveða fjármagn og uppbygging þjónustunnar. Hlutverk sem mér finnst ósamrýmanleg.

Ég hef oft velt fyrir mér kostum og göllum þess að barnaverndarstarfsmenn eigi að vera duglegri að koma fram í fjölmiðlum, reyndar skipt nokkrum sinnum um skoðun. Ég veit í raun ekki hvaða tilgang það hefur á endanum og eins hefur svona umfjöllun slæmar afleiðingar fyrir börnin í framtíðinni. Síðan eru aðilar málsins oft í það slæmu ástandi (andlegur, líkamlegu, félagslegu) að ekki þykir viðeigandi, vegna þeirra sjálfa, að munnhöggvast við þá. Síðan þykir mér ekki góð tilhugsun að lögfræðingar eða aðrir sem vinna einungis fyrir tiltekin aðila séu mikið í fjölmiðlum, enda eru þeir mest með hag síns skjólstæðings í huga og vilja hafa sigur í málefninu. Markmiðið er velferð til lengri tíma og það næst varla með mikilli fjölmiðlaumfjöllun.

Er það virkilega þín skoðun að barnaverndarnefndir og starfsmenn þeirra hafi lagalegan rétt á því að hlaupa með málefni skjólstæðinga sinna til fjölmiðla. Eða er þetta pólitísk skoðun þín á því að það væri nauðsynlegt að breyta lögunum.  

Sverrir.

Sverrir (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:10

2 identicon

Komdu sæl Dögg. 

Ég vil byrja á því að þakka þér framlag þitt í baráttunni um foreldrajafnrétti.  Eftir málflutning margra femínista, hefur þú ásamt öðrum kvenkyns fræðimönnum t.d. innan félagsráðgjafar, aukið traust mitt og virðingu á innsæi kvenna á hagsmunum fráskilinna feðra.  Ég verð að viðurkenna að stundum hef ég haft miklar áhyggjur af kynsystrum þínum hvað þetta varðar.  Það er þó tímanna tákn að það þurfi konur til að brjóta þögnina hvað varðar hagsmuni og mannréttindi fráskilinna feðra og barna þeirra.  Við berum oftast harm okkar í hljóði til að verða ekki að háði og spotti.

Ég hef þó unnið mikið með börnum í uppeldisstofnunum og meðferðarstörfum, og tel ég mikinn pott brotinn í málefnum barnaverndar.  Þetta eru auðvitað viðkvæm málefni, en ég fullyrði þó, að ótrúlega mikið virðist mega ganga á áður en kemur til íhlutunar barnaverndaryfirvalda.  Ég hef orðið af vitni að óhugnarlegum frásögnum, vísbendingum og æpandi staðreyndum sem hefðu krafist íhlutnar samstundis, en svo hafi virst að hendur yfirvalda hafi verið bundnar af lögum.  Ég þori ekki að fara með þessar sögur, en þær eru skuggalegar, og með vitund yfirvalda.

Um leið og ég, og flestir fráskildir feður, krefjast foreldrajafnréttis, hljótum við einnig að krefjast auknar heimilda barnaverndaryfirvalda til að íhlutast í heimilisofbeldi og vanræsklu þegar börn eru annars vegar.  Við krefjust mannréttinda og frelsis; ekki aðeins fyrir okkur, heldur einnig fyrir börnin.

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband