Leita í fréttum mbl.is

Hættuleg töf

Það er orðið mjög brýnt að stjórnvöld leggi línuna um það hvernig á að grípa á alvarlegum greiðsluvanda fjölskyldna vegna gengishruns og óðaverðbólgu og afleiðinga þessa tvenns á íbúðalán sem tekin voru. Því lengur sem það dregst af hálfu stjórnvalda að grípa til aðgerða sem duga því meiri líkur eru á því að greiðsluvilji þeirra, sem enn eru í skilum þverri.

Það er sama hvernig þessum málum er snúið. Vandinn verður ekki leystur nema með því að viðurkenna staðreyndir. Stór hluti þeirra fjölskyldna, sem nú eru í vanda, lagði beinharða peninga í fasteignakaup og fjármagnaði mismuninn með lántöku, stundum gengisláni, sem bankar voru iðnir við að halda að fjölskyldum. Staðan er sú að fjármunirnir sem fjölskyldur lögðu í íbúðakaupin eru oftar en ekki horfnir, brunnir upp. Eftir stendur lán með eftirstöðvum sem eru i sumum tilvikum langt umfram verðmæti eignarinnar. Allar þessar fjölskyldur stóðust öflugt greiðslumat lánastofnana áður en til lántöku kom. Greiðslumatið var gert á forsendum lánveitandans. Hann setti þar öll skilyrði. Forsendur greiðslumatsins hafa brostið. Þróun verðlags og gengis varð allt önnur en forsendur greiðslumatsins miðuðust við.

Bera lánastofnanir ekki alla ábyrgð á því að forsendur greiðslumats brustu? Voru forsendurnar sem lánastofnanir gáfu sér ekki að einhverju leyti mistök? Er þá sanngjarnt að lántakendur, sem treystu forsendum lánastofnananna, beri alla ábyrgð á forsendubrestinum? 

Það þarf að afskrifa þann hluta húsnæðisskulda sem er afleiðing forsendubrestsins. Það þarf að færa viðmiðun gengistryggðra íbúðalána sem og verðtryggðra til þess tíma áður en gengishrunið varð og áður en óðaverðbólgan fór af stað. Þá er búið að færa viðmið húsnæðislánanna við þær forsendur sem lánastofnanir sjálfar miðuðu við og lántakendurnir samþykktu.

Af hverju þarf að vera svona flókið fyrir stjórnvöld að horfast í augu við þetta? Sumir ráðamenn segja að þetta sé of dýrt. Hver er kostnaðurinn við það að þúsundir fjölskyldna missa heimili sín og lánastofnanir verða helstu eigendur húsnæðis? Það kostaði ríkissjóð mikla fjármuni að tryggja bankainnistæður þeirra sem spöruðu í því formi? Má það ekkert kosta að koma þúsundum fjölskyldna í landinu til bjargar? 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Með því að þjarma svona að heimilunum tekur vonleysi við bjartsyni og lamar þrek almennings í landinu.  Það þarf ekki hagfræðilega útreikninga til þess að sjá hið augljósa, landið tapar ekki aðeins meiru, það glatast þegar baráttuviljinn og kjarkur tapast.  Það er ekki hægt að krefjast af fólki að moka út myrkri endalaust fyrir hroðalegar afleiðinar vinnubragða ríkisstjórnar landsins sem leyfðu bönkunum að leggja fjárhag heimilanna í rúst.  Hvert lenda eigur þessa fólks sem missir þær? til þeirra sem rústuðu þeim, til bankanna, til ríkisins sem að sjálfsögðu getur séð til þess að þetta dýra tap verði borgað af þeim sem ber ábyrgð á því, þ.e. ríkinu,  eiganda bankanna.  Rikið (við öll) verður síðan að byggja upp heilbrigt atvinnulíf til þess að geta komist aftur á réttan kjöl.

Gerður Pálma, 27.8.2009 kl. 09:10

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Stjórnvöld eiga ekkert val.  Þau verða að grípa til úrræða.  Forsendubrestur verðtryggðra lána og lögleysa gengistryggðra lána er hverjum augljós sem vilja sjá.  Nýju bankarnir munu falla með stæl verði ekki tekið á þessum málum ef ekki verður tekið tillit til þess við verðmat lánasafnanna sem flytjast á milli.  Þá fyrst munu skattgreiðendur þurfa að borga.

Marinó G. Njálsson, 29.8.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 391615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband