Leita í fréttum mbl.is

Loksins ...

er kominn nýr tónn hjá ráðherra í ríkisstjórninni sem gefur til kynna að það sé að renna upp fyrir ríkisstjórninni að það verður að taka á skuldum heimilanna með öðrum hætti en hingað til hefur verið talað um.

Greiðsluvilji fjölskyldna er að hverfa, því það er svo tilgangslaust hjá mörgum að halda þessu áfram. Í útvarpinu í gær kom í ljós að 20 þús. einstaklingar eru komnir í alvarleg vanskil og reiknað er með að 10 þús. bætist í þann hóp á næstu vikum.

Öll Icesave umræðan hefur að mínu mati ýtt undir minnkaðan greiðsluvilja fjölskyldna. Af hverju? Við sem þjóð viljum í Icesave setja fyrirvara um það að ef illa gengur þá ætlum við ekki að borga. Fjölskyldur setja samasem merki milli þessarar umræðu og sinnar stöðu með þeim afleiðingum að greiðsluviljinn þverr.

Þetta eru staðreyndirnar sem ríkisstjórnin þarf að horfast í augu við. Orð félagsmálaráðherra benda til að ríkisstjórnin sé loksins komin í stellingar til að viðurkenna þennan raunveruleika og grípa til aðgerða sem byggjast á honum. Kannski hillir loksins undir skjaldborgina sem lofað var í febrúar.


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og blessað.  En hvað með okkur sem getum borgað og stöndum í skilum?  Lánið mitt hefur hækkað um milljónir og íbúðin lækkað í verði að sama skapi.

Ég vil líka leiðréttingu þó ég sé ekki með allt niðrum mig og hafi ekki offjárfest.

Skuldari (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:21

2 identicon

Auðvitað á einfaldlega að leiðrétta vísitöluna þannig að hún sé í einhverju samhengi við lánið sem var tekið.  Það var hinsvegar hugmynd stjórnmálamannana að skuldsett fólk mundi ekki taka eftir því þegar þeir laumuðu kostnaðinum við bankahrunið á bakið því.  Auðvitað á að jafna kostnaðinum við bankahrunið á milli allra landsmanna.  Ekki veitir af að allir leggi hönd á plóg til að borga fyrir athafnagleði íslensku fjármálasnillinganna.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 389904

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband