Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er Framsókn ekki með?

Það er ánægjulegt að heyra að fjórir af fimm þinglokkum skuli hafa náð samkomulagi í fjárlaganefnd. Það eru vonbrigði að Framsókn skuli ekki treysta sér að vera með í því samkomulagi.

Að afgreiddu þessu máli frá Alþingi kemur í ljós hvort það var þetta mál sem var að stoppa allt annað, næstu greiðslu frá AGS, norrænu lánin o.fl.


mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki "ánægjulegt", heldur hörmulegt, Dögg, fyrir land og þjóð – og fyrir þessa fjóra flokka! Ég hef lýst því yfir, að ég mun segja mig úr Sjálfstæðisflokknum, ef hann samþykkir Icesave-samninginn, hvort heldur með eða án fyrirvara 10 af 11 meðlimum fjárlaganefndar.

Framsókn er ekki með, af því að þetta er svikasátt og rýtingur í bak þjóðarinnar.

VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA!

Menn líti á þessa stuttu bráðabirgðagrein mína um efni, sem ég hef lofað að birta hér: Tilskipunarákvæði ESB sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Jón Valur. Já, þetta er hörmulegt og ömurlegt - en hin dapra staðreynd er sú að við eigum ekki annarra kosta völ. Það er a.m.k. mitt mat. Þess vegna eru þessir fyrirvarar svo mikilvægir. FME brást sem og aðrar eftirlitsstofnanir. Þeir leyfðu Icesave vitleysunni að fara af stað, svo seint sem í maí 2008. Hlýtur Ísland ekki að bera ábyrgð á mistökum sinna eigin eftirlitsstofnana? Ég held það. Og íslenskur almenningur borgar brúsann, því miður. Við berum ábyrgð á stjórnvöldum okkar, líka þegar þau gera mistök.

Dögg Pálsdóttir, 15.8.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víst eigum við annarra kosta völ, Dögg!

Það átti að keyra á það á Norðurlöndunum að afla málstað okkar stuðnings gegn þeim, sem í ríkisstjórnunum þar annaðhvort sviku beinlínis sínar eigin yfirlýsingar (dönsk og sænsk stjórnvöld) um að neyðarlán þeirra væru ekki bundin því skilyrði, að við gerðum Icesave-samninginn, eða brugðust okkur með öðrum hætti (finnsk og norsk stjórnvöld) um að veita okkur lánin sem lofað var. Um leið og norrænn almenningur kæmist á snoðir um þetta, myndi hann aldrei samþykkja, að stjórnvöld þar tækju þátt í fjárkúgun gegn okkur, bræðra- og systraþjóð – fjárkúgun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlaðist til (samkvæmt Kristin Halvorsen, vinstrigræna fjármálaráðherranum í Noregi) og Evrópubandalagið, þetta sem Afsalsstjórnin fellur hundflöt fyrir.

Það er ENNÞÁ HÆGT að berjast á norrænum vettvangi á grunni okkar lagalegu réttinda (sbr. tilvísun í fyrra innleggi mínu) – sbr. að nú er fyrir tilstilli greinar Evu Joly í Aftenposten og greinar Ögmundar komin af stað hreyfing meðal stjórnarandstöðunnar og norsks almennings til stuðnings okkur.

Það sama er jafnvel að sjá í BRETLANDI. Ritstjóri Financial Times, málpípu brezks fjármálalífs, styður okkar málstað miklu betur en fr. Jóhanna Sigurðardóttir, sem getur ekki skrifað þar grein án þess að púa i forbifarten á réttindi okkar – hún fullyrðir þar um þjóðina (án þess að spyrja hana álits), að við ætlum að 'make sacrifices' (þótt 75–80% séu á móti þessu) og talar þar m.a. um "skuldbindingar" okkar til að borga Icesave, þótt okkur BERI EKKI AÐ BORGA!

Það er vel hægt að byggja upp pressu í þessum o.fl. löndum til þess að almenningur þar eða þeir, sem kynna sér málin, þrýsti á stjórnvöld þar með gagnrýni á hrottaskapinn sem við erum beitt í Icesave-"samkomulaginu". Bæði ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn (fyrir utan Pétur Blöndal) hafa vanrækt með öllu að verja okkur á erlendum vettvangi.

Þetta verður banabiti flokka hér eða lætur aðra og nýja flokka vaxa þeim yfir höfuð, spái ég, þegar íslenzka þjóðin áttar sig á umfangi og áhrifum svikanna ... en það tekur eflaust um áratug.

"Hlýtur Ísland ekki að bera ábyrgð á mistökum sinna eigin eftirlitsstofnana? Ég held það," segirðu, en bentu mér á lagalega skyldu okkar til þess! Brugðust ekki líka brezkar eftirlitsstofnanir? Brást EKKI fjármálaeftirlitið þar?! Átti það ekki að gæta hags sinna eigin borgara? (Ætlarðu að neita því, að F.T. hafi talað um þessa ábyrgð Bretanna?) Og voru ekki brezkar endurskoðunarstofur að mæla með því að fólk og líknarfélög, sveitarfélög og jafnvel ríkisapparöt legðu inn á Icesave-reikninga? Og báru þeir enga ábyrgð á áhættu sinni, sem lögðu inn á hávaxta-reikningana? Dálkahöfundurinn Andrew Hill segir í Financial Times í dag, "að þeir sem áttu innistæður á Icesave-reikningum í Bretlandi hafi fengið þær að mestu greiddar. Hann telur að breskir sparifjáreigendur eigi að gera sér grein fyrir sínum hlut sorgarsögunni. Eftir allt þá hafi enginn neytt þá til þess að leggja inn á Icesave-reikningana." (Mbl.is) – En þú sverð þig samt í hóp þeirra, sem alltaf eru reiðubúnir að beina spjótum að OKKUR í þessu máli og láta eins og við ein séum ábyrg! Og samt veiztu það vel, að málið gegn okkur beinist ekki að FME, heldur Tryggingarsjóði innstæðueigenda, sem ríkið er svo, með legal fiction gert ábyrgt fyrir! Og eins og þú mætavel veizt, er legal fiction sama sem uppspuni, tilbúningur um það, sem á að heita lög, en eru ekki lög!

PS. Þessar greinar, sem ég nefndi, eru bara fyrsti vísirinn að alþjóðlegri gagnrýni á þetta áhlaup brezkrar og hollenzkrar nýlendustefnu á íslenzkt þjóðlíf og efnahag. Þetta mun aukast og í kjölfarið æ fleiri undrast hina skjótu uppgjöf ríkisstjórnarinnar og Alþingis fyrir ranglátum ofríkiskröfum Breta og Hollendinga, AGS og ESB!

PPS. Vilt þú, Dögg, í alvöru gefa Bretum og Hollendinum andvirði um hálfs sjávarafla okkar (allur var hann 99 milljarða virði 2008) á hverju ári í 8 ár eða lengur?! Ríkisstjórnin á ekki þann sjávarafla og býr ekki sjálf til gjaldeyri til að borga þetta!

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil taka undir allt sem Jón Valur segir hér á undan um Icesave-málið. Það er skammarlegt og beinlínis glæpsamlegt að samþykkja Icesave-samninginn, ef einungis er um að ræða fyrirvara sem eru innan RAMMA samningsins. Núna skil ég hvaða RAMMA Steingrímur var alltaf að ræða um, en útskýrði aldreigi.

Íslendskum almenningi ber ekki að greiða Icesave-tryggingar og fyrir því eru lagaleg rök, auk tryggingafræðilegra og siðfræðilegra raka. Getur verið að einhver Sjálfstæðismaður vilji ganga gegn þessum sterku rökum ? Ert þú Dögg gengin í Samfylkinguna ?

Að undanförnu hefur Framsókn sýnt lofsverða einurð í andstöðu sinni við hin Evrópsku nýlenduveldi. Sama verður ekki sagt um alla Sjálfstæðismenn. Ljóst er að margir ESB-sinnar eru eingöngu að hugsa um eigin hag og þetta fólk ætti að sjá sóma sinn í að þegja að minnsta kosti. Undirlægjuháttur við erlent vald er líklega versti glæpur sem hægt er að fremja og óvenjulegt að heilu stjórnmálaflokkarnir taki upp slíka stefnu. Dómur sögunnar mun verða harður yfir landráðmönnum.

Það dapurlegasta við afgreiðslu Fjálaganefndar er, að við höfum sterka stöðu í málinu og staða okkar er að styrkjast hröðum skrefum, eins og Jón Valur gerir góða grein fyrir. Almenningur fyrst og fremst, en með góðri aðstoð útlendinga eins og Evu Joly, er að snúa almenningsálitinu okkur í vil. Almenningur erlendis er að skilja, að Íslendingum er óheimilt að taka ábyrgð á trygginga-þætti Icesave-málsins. Með Íhaldsstjórn í Bretlandi, mun staða okkar einnig gerbreytast, en það kemur aðeins að gagni, ef við höfum ekki gengist undir skulda-klafann.

Það er alröng fullyrðing að almenningur beri ábyrgð á stjórnvöldum. Hvers konar bull er þetta hjá þér Dögg. Ef svo væri þá þyrfti ekki að samþykkja nein lög á Alþingi. Ráðherrarnir gerðu bara það sem þeim sýnist. Hvaðan færðu svona kolrangar hugmyndir, varla hjá Sigurði Líndal ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.8.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kjarkleysi Sjálstæðisflokksins, Vinstri-Grænna og Borgarahreyfingarinnar er sorgleg staðreynd. Samfylkiningin, með hræðslu-áróðri og hótana-stjórnmálum hefur ykkur öll í vasanum.

Haraldur Baldursson, 15.8.2009 kl. 18:05

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Rosalega virðist vera mikil vöntun á stjórnmálafólki hér á þessu landi sem vinnur fyrir Íslenska þjóð, ekki erlendar!

Þið ættuð að skammast ykkar, þessi brandari sem alþingi er búinn að vera seinasta árið er að fara skella rúmlega 300.000 þúsund borgurum í skuldir sem eflaust aldrei næst að greiða til baka með fólk eins og ykkur við völdin, uppgjöfin er alger hjá þér.

Vonandi vex þér bein í nef, áður en þú samþykkir þennan glæp yfir okkur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.8.2009 kl. 19:15

7 identicon

Eitt sinn sögðu menn „Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá!“

Það skortir allan baráttuanda í stétt íslenskra stjórnmálamanna í dag. Íslendingar eiga sigur vísan ef þeir þora og þrauka í nokkurn tíma, rétt eins fyrir nokkrum áratugum þegar við gjörsigruðum Breta í þrígang undir gínandi fallbyssuhlaupum, enda eru lögin skýr og Íslendingum í hag.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 19:31

8 Smámynd: Helgi Jónsson

Það er skiljanlegt að menn séu ánægðir með úrslit og afgreiðslu fjárlaganefndar, þetta hefur verið sleitulaus barátta við að svíkja land og þjóð í hendur Breta og Hollendinga. Ég gat ekki annað en brosað þegar talað var um að leki upplýsinga úr fjárlaganefnd varðaði jafnvel við landráð, hvað má þá kalla þennan Icesave samning, þá sem styðja hann og samþykkja fyrir þjóðar hönd?

Hvar er allur baráttuvilji íslensku þjóðarinnar, er búið að kæfa hann niður endanlega? Þeir sem kosnir eru á Þing eiga að vera í framvarðarsveit þeirra sem standa vörð um hag okkar hinna og standa í lappirnar þegar á reynir.

Að sjálfsögðu eiga menn að fara í öfluga kynningarstarfsemi á aðstæðum okkar hér erlendis. Það er borin von að við getum nokkurn tíma staðið við þessar skuldbindidngar þrátt fyrir fyrirvara, og hvers vegna ættum við eiginlega að reyna það yfirleitt. Okkur ber engin skylda til að borga þennan ógnarstóra reikning sem Sigurjón digri og hans menn í Landsbankanum eru að senda okkur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið sá bakhjarl sem hann ætti að vera í þessu máli og hefur staðið sig illa þrátt fyrir flengingu í síðustu kosningum. Maður skyldi halda að flokkur sem þarf að hífa upp um sig buxurnar hvað fylgi varðar, myndi standa sig betur en ljóst er orðið, og að Framsóknarmenn hafi staðið sig mikið mikið betur en aðrir er athyglisvert. Hvað varðar Samfylkingu er ekki við öðru að búast en að þeir myndu svíkja land og þjóð enda yfirlýst stefna þeirra að gera það ef það gæti liðkað til við aðilarumsókn þeirra í ES.

Helgi Jónsson, 15.8.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Kannski ríkisstjórnin geti núa snúið sér að því að hafa hendur í hári þeirra sem raunverulega stálu þjóðarærunni fyrst henni virðist vera að takast að selja þjóðina í ánauð hjá Evrópubandalaginu með Breta og Hollendinga i forustu þrælahaldaranna.
Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarahreyfingin ætli að gera sig samsek um þessi landráð.

Jón Valur og Loftur mælið þið manna heilastir.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/

Ísleifur Gíslason, 15.8.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband