Leita í fréttum mbl.is

Það sem vefst

fyrir mér í þessu máli er að skv. fréttum er um að ræða skuld vegna láns sem umræddir aðilar eiga að hafa fengið hjá bankanum við kaup þeirra á Landsbankanum á sínum tíma. Einhvern veginn minnir mig að meginástæðan fyrir því að þessir aðilar fengu að kaupa Landsbankann, en ekki aðrir áhugasamir, hafi verið sú að þeir komu með peninga frá útlöndum og það var talið svo hagstætt. Nú er sagt að þeir hafi tekið lán fyrir a.m.k. hluta kaupverðsins. Var það þá vitleysa eftir allt saman að kaupverðið væri staðgreitt með erlendum fjármunum?
mbl.is Öryggi starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess utan, miðað við allan þann hagnað sem á að hafa verið af rekstri Landsbankans á þeim árum sem Bjöggarnir hafa átt hann, hvers vegna er þeir ekki löngu búnir að endurgreiða þetta lán sem þeir tóku fyrir kaupunum? Ætli hagnaðurinn hafi kannski aldrei verið annað bókhaldsbrellur, eða voru þeir bara of uppteknir við að eyða honum í einhverja aðra vitleysu?

Þetta mál leiðir vel í ljós þau leyndu sannindi að í bönkum á sér aldrei stað nein raunveruleg verðmætasköpun heldur geta þeir eingöngu fært peninga úr einum vasa í annan. Ekki er hægt að reka banka með hagnaði nema í reynd sé verið að færa hin raunverulegu verðmæti úr vasa viðskiptavinanna (í formi vaxta og þjónustugjalda) í hendur eigenda viðkomandi bankastofnunar (í formi arðgreiðslna).

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband