Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborgin?

Loforð ríkisstjórnarinnar um að slá skjaldborg um hag heimila er löngu farið að hljóma eins og verstu öfugmæli. Fátt ef nokkuð af því sem gert hefur verið er stuðningur af því tagi. Þvert á móti hefur vandi fjölskyldna verið aukinn og hann á enn eftir að aukast. Ég hef bloggað áður um - og ítreka enn nú - af hverju voru þessir liðir ekki teknir útúr vísitölunni áður en efnt var til þessara hækkana? Við höfum flest skilning á því að stoppa þarf í gatið stóra hjá ríkissjóði. En við höfum minni, ef nokkurn skilning á því að það þurfi að gera það með þeim hætti að allir sem skulda verðtryggð lán verða næstu áratugina að súpa seiðið af þeim saumaskap.
mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Tek undir þetta.

Vanhugsuð mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar, það fer ekki á milli mála.

ThoR-E, 30.5.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Dögg.

Nú vil ég benda þér á bloggfærslu mína

http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/887695/

Áhrif þeirra hækkana sem nú hafa orðið fara vissulega inn í vísitöluna en gleymum því ekki að verðtryggðu lánin eru til langs tíma. Til lengri tíma verða áhrifin af þessari aðgerð hinsvegar jákvæð.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ólína: hvernig getur þessi hækkun nokkurn tíman orðið jákvæð. Ég get ekki með nokkru móti skilið það, end botna ég ekkert í þessari stjórn jafnaðarmanna.

Axel Pétur Axelsson, 1.6.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband