Leita í fréttum mbl.is

Hjúpur valdsins

Ég veit ekki hvort "umskiptingar" sé alveg rétta orðið til að nota yfir þingmenn VG. En ég get sagt að það var merkilegt að upplifa það í apríl sl., þegar ég sat inni sem varamaður síðustu þrjár vikurnar fyrir þinglok, að sjá breytinguna sem orðið hafði á þingmönnum VG frá haustinu 2007 og vorinu 2008 þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Breytingin var algjör og ég held að hún hafi ekki farið framhjá neinum. Breytingin var svo áþreifanleg. Hjúpur valdsins hafði hvolfst yfir þingmenn VG. Þeir gengu um þinghúsið af allt öðru og meira öryggi en áður. Í ræðustól höfðu þeir ekki lengur allt á hornum sér. Þvert á móti. Og ræðukóngar þeirra frá fyrri tíð töluðu hátt um málefnastnautt málþóf stjórnarandstöðunnar. Þetta var merkilegt að upplifa.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vald spillir og fólk breytist.  Annars verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður í máli þínu gegn SPRON.  Það að eigendur og stjórnendur SPRON skuli ekki hafa fengið ákæru/dóm  fyrir innherjaviðskipti, sýnir bara enn einu sinni  að lög um innherjaviðskipti á Íslandi eru bara sýndarmennska.

Hvenær hefur einhver verið dæmdur fyrir innherjaviðskipti á Íslandi?   

Í USA væri þetta fólk fyrir löngu komið bak við lás og slá. 

Guðmundur Pétursson, 26.5.2009 kl. 20:08

2 identicon

Fólk sem hefur komið þjóð sinni í mestur ógöngur og mesta skuldaklafa sem nokkur þjóð í þessu heimshlutar hefur komist í nokkur tíma er líklegast búið að tala sig úr umræðu dagsins eða kann ekki að skammast sín.   

Eiga menn ekki að skammast sín fyrir að sigla  þjóðarskútuni í strand ?  Hvað eru slíkir menn kallaðir ?

Það tók ykkur Farmsjalla ekki langann tíma að koma öllu fé úr landinu.

Svo ert þú að tala niður til þess fólks sem þarf að taka til eftir ykkur.  Þvílík þvílík reisn.

Vonandi sefur þú vel.

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 391617

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband