Leita í fréttum mbl.is

Styrkir vegna prófkjöra

Mikið er rætt þessa dagana um styrki til einstaklinga vegna prófkjöra. Ég hef tvisvar tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, í október 2006 og í mars 2009. Í fyrra prófkjörinu hlaut ég bærilegan árangur miðað við nýliða, lenti í 11. sæti með bindandi kosningu, sem sé liðlega helming atkvæða. Síðast var árangurinn lakari. Ég lenti í 15. sæti með innan við þriðjung atkvæða.

Hér bloggaði ég um kostnað við þátttöku mína í prófkjörinu 2009. Þar kemur fram að kostnaður minn vegna prófkjörsins var innan við 450 þús. kr. Þann kostnað bar ég ef frá eru taldar liðlega 50 þús. kr. sem stuðningsmaður greiddi.

Ég hef verið að taka saman kostnað vegna prófkjörsins 2006. Fljótt á litið sýnist hann hafa verið 4,5 - 5 m.kr. Var prófkjörsbarátta mín þó látlausari en margra annarra sem voru í prófkjöri á sama tíma. Helstu kostnaðarliðir tengdust rekstri prófkjörsskrifstofu, birtingu auglýsinga í fjölmiðlum, einkum dagblöðum, prentun kynningarefnis og póstsendingu kynningarefnis.

Ég sendi svohljóðandi tölvupóst til kringum 20 fyrirtækja:

Sæl/l [nafn].
Eins og þú hefur sjálfsagt orðið var við þá tek ég þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem verður um helgina.
Þegar maður stendur í slíku þá þarf að leita til fyrirtækja með ósk um fjárstuðning.
Ég óska eftir stuðningi að fjárhæð 100.000 kr. en önnur fjárhæð, hærri eða lægri er vel þegin.
Ef svar við erindinu verður jákvætt þá er reikningsnúmer framboðsins xxxx-xx-xxxxxx, kt. 601006-1380.
Með kærum kveðjum,
Dögg Pálsdóttir.

Fram hefur komið að Baugur styrkti framboð mitt með 200 þús. kr. framlagi. Jafnframt fékk framboð mitt 100 þús. kr. frá Landsbanka Íslands, 50 þús. kr. frá OLÍS og 250.000 kr. frá SPRON og sýnist mér það hafa verið hæsti styrkurinn sem framboð mitt fékk. Einstaklingar styrktu framboð mitt með samtals 100.000 kr.

Þetta eru fjárstyrkirnir sem framboð mitt fékk árið 2006, miðað við þær upplýsingar sem ég hef nú handbærar. Bankareikningur framboðs míns var fluttur úr SPRON í Kaupþing. Sá flutningur virðist hafa breytt aðgangi mínum að heimabankanum vegna reikningsins. Þess vegna get ég ekki, fyrr en á morgun, birt endanlegt yfirlit um fjárstyrki til framboðsins 2006. Handbærar upplýsingar sem ég hef eru svör við tölvupóstum sem ég sendi.

Ég styð kröfuna um gegnsæi í fjármálum stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum. Ég tel sjálfsagt að allir frambjóðendur í prófkjörum birti yfirlit um styrki og fjárframlög til framboða þeirra, fyrir kosningarnar á laugardag.


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott og þakkarvert framtak hjá þér að upplýsa þetta.

Ég var að lesa að þú værir á lista yfir óvini Framsóknarflokksins. 

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 12:56

2 identicon

Takk fyrir þetta. Ég vildi óska að fleiri færu að fordæmi þínu. Þú hefðir átt að vera í fremstu sætunum, þá væri fólk held ég sáttara við FLokkinn.

Ps. ... þú ert ekki á lista yfir óvini mína!

Kolla (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Einar Karl

Þökk sé þér fyrir þessar upplýsingar, Dögg. Sýnir að það er ekkert mál  að upplýsa um slíkt - ef menn og konur skammast sín ekki fyrir það sem gert var fyrir 2-3 árum síðan!

Einar Karl, 23.4.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Lofsvert framtak sem aðrir ættu að taka til fyrirmyndar í ljósi umræðunnar. Illugi Gunnarsson nefndi það í umræðuþætti að hann teldi að allir stjórnmálamenn ættu að gera grein fyrir kostnaði við prófkjör frá árinu 2001. Það eyðir allri tortryggni en það er nóg af henni þessa dagana. 

Þetta sýnir einnig að ,,venjulegt" launafólk átti erfitt um vik að fara í kostnaðarsama prófkjörsbaráttu miðað við töluna sem þú nefnir 5 milljónir árið 2006 sem væntanlega er eitthvað í kringum 6-7 milljónir framreiknað. Miðað við þetta mætti ætla að þeir frambjóðendur sem eyddu mest hafi þurft að kosta til 20-30 milljónum. Það er náttúrulega glórulaust og þarna hefðu stjórnmálaflokkarnir átt að grípa inn í með reglum eins og reyndar VG gerði.

Jón Baldur Lorange, 23.4.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 391616

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband