Leita í fréttum mbl.is

Lífsnauðsynlegt fyrir hvern?

Lífsnauðsyn fyrir íslenskt samfélag að Sjálfstæðisflokkurinn fái hvíld segir borgarfulltrúinn. Gott hefði nú verið að borgarfulltrúinn hefði rökstutt þetta nánar. Mörg stór loforð féllu af hálfu vinstri stjórnarinnar sem nú situr við völd, þegar hún tók til starfa 1. febrúar sl. En efndirnar hafa látið bíða eftir sér. VG þóttist hafa allar lausnirnar. Bið hefur orðið á þeim. Skyldi staðreyndin ekki vera sú að VG komst að því þegar í stólana var komið að viðfangsefnið var stærra og viðameira en þá hafði órað fyrir? Og að lausnirnar væru ekki eins einfaldar og þeir héldu, þegar á hólminn var komið?

Það er öllum stjórnmálaflokkum hollt að vera um stund í stjórnarandstöðu. Á það get ég fallist. Það er öllum stjórnmálaflokkum líka nauðsynlegt að komast annað slagið í ríkisstjórn. Það veitir þeim ábyrgðartilfinningu. Það eina jákvæða sem ég sé við vinstri stjórnina nú er það að VG eftir 19 ára eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar er allt í einu orðnir talsvert ábyrgari en þeir voru. Allt í einu þarf að skoða málin. Ekki þurfti að gera það áður. VG virðist hafa áttað sig á því, við það að komast loksins í ríkisstjórn, að málin eru ekki alltaf svo einföld þegar í stólana er komið.

Þó fyrir liggi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert mistök í aðdraganda hrunsins og eftir það þá er ég ekki viss um að neinn annar stjórnmálaflokkur hefði staðið sig betur. Viðfangsefnið var ofurmannlegt og risavaxið. Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði mörgu. Sumt af því klúðri var ónauðsynlegt eins og t.d. að klikka á grundvallaratriðum eins og því að veita nægilegar upplýsingar. Hvernig getur það klúðrast að skýra fólkinu í landinu frá því hvað er að gerast? Ég verð að segja alveg eins og er að það einfaldlega skil ég ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn endurmetur nú stöðuna. Flokkurinn er í mikilvægri naflaskoðun. Verið er að velja á framboðslista flokksins um allt land um næstu og þarnæstu helgi. Endurnýjun er í gangi. Útúr þessu öllu mun öflugri og sterkari flokkur koma, flokkur sem á fullt erindi í næstu ríkisstjórn. Það held ég að sé býsna nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag.


mbl.is Vinstristjórn lífsnauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Allir hafa gott af að staldra við og endurmeta stöðuna, mikið rétt hjá þér.

  En af því sem ég hef séð af fólki sem er VG þá er markmiðið að hafa sem mest af vinnuveitanda sínum og skila sem minnstu vinnuframlagi.  Get ekki séð annað ef þeir komist til valda áfram en að hér verði met í atvinnuleysi því þeir keyri fyrirtæki í kaf og fólk berjist um að ná sem mestu út úr kerfinu.

Ég ætla að vera bjartsýn fyrir hönd okkar Sjálfstæðismanna og hana nú.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:28

2 identicon

Snjólaug-hverjum ætli við eigum met í atvinnuleysi að þakka,ekki sátu VG við stjórnvölinn síðustu 18 ár og græddu á daginn og grilluðu á kvöldin.og Dögg ég held að sjálfstæðisflokkurinn verði að gangast við ábyrgð til að geta unnið traust til stjórnarsetu á næstunni,ég held að lífsnauðsynlegt sé fyrir Íslenska þjóð að losna við spillingaröflin og klíkur sjálfstæðisflokksins sem er búnar eru að planta sér einsog krabbamein um Íslenskt samfélag.hræðsla sjálfstæðismanna við hreinsanir VG við spillinguna eru aumkunarverðar,sjá t.d Sigurð Kára þingmann sjálfstæðisflokksins vera með áthugasemdir um að VG séu ekki að hjálpa heimilinum,þingmaður sem fannst mest áríðandi að heimilin gætu keypt brennivín í búðum eftir hrun fjármálakerfisins,svo eru sjálfstæðismenn að setja útá að fagfólk sé ráðið í störf en ekki flokksgæðingar,hvort við þurfum ekki frí frá sjálfstæðisflokknum sem hefur skilað okkur hingað sem við erum í dag held ég að sé ekki spurning,því spillingu og einkavinavæðingu,með tilheyrandi gjafakvótum,sölu ríkisfyrtækja til klíkuvina höfum við bara ekki efni á.flokkur með forustu sem neitar allri ábyrgð eftir að hafa farið með forsæti í ríkistjórn síðastliðin 18 ár ætti hreinlega að vera bannaður frá stjórnmálum,flokkur sem reynir að kenna flokki einsog VG,sem voru í stjórnarandstöðu allan tímann um ábyrgð og að stunda spillingu er ekki viðbjargandi-reynið að hafa manndóm og gangast við ykkar ábyrgð,í stað þess að skemma meir útfrá ykkur.og er ekki röðin hjá sjálfstæðisflokknum flokkurinn fyrst,svo ég,síðan þjóðin.

árni aðals (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:01

3 identicon

VG er bara 10 ára þannig að það er skondið að segja að flokkurinn hafi verið utan ríkisstjórnar í 19 ár ;)

Ég er reyndar á því að VG hefði komið í veg fyrir hrunið. Þingmennirnir reyndu í það að minnsta kosti að benda á hversu fallvalt kerfið hér var orðið. En þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu ekkert.

Erlendur (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:51

4 identicon

Ég er hissa á þessari ónákvæmni í þér Dögg. 18 ára eyðimerkurganga flokks sem er bara 10 ára! Eitthvað stemmir ekki eða hvað?

Þeir hreinsa náttúrulega ekki upp 18 ára óráðsíu Sjálfstæðisflokksins á 20 vinnudögum, skárra væri þaðen Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert það sem hann getur til að standa þeirri vinnu fyrir þrifum. Það var eftirtektarvert að það mál sem mest lá á að koma í gegn eftir eins og hálfs mánaðar jólafrí í miðri efnahagskreppu var brennvínsfrumvarpið.

En Sjálfstæðismönnum ferst að tala um seinagang. Það eina sem sést hefur til þeirra varðandi hrunið, eru tafir, útúrsnúningar og þóf. Hvað varð um hvítþvott Geirs? Af hverju töluðu þau fyrst í haust eins og þau ætluðu að setja "allt upp á borðið" en gerðu svo EKKERT? Öll skot eru full af skúmi, hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

Sjálfstæðisflokknum væri hollt að sitja hjá í eina umferð og fara í alvöru naflaskoðun.

Kolla (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæl öll. Steingrímur Sigfússon hefur verið utan ríkisstjórnar í 18 ár. VG er afsprengi Alþýðubandalagsins eins og ég hélt að allir vissu. Steingrímur fór beint úr Alþýðubandalaginu í VG. En það er auðvitað rétt að VG sjálft er ekki nema 10 ára en það breytir ekki þeirri staðreynd að forveri þess flokks hafði í 8 ár fyrir þann tíma verið utan ríkisstjórnar. Bkv. DP

Dögg Pálsdóttir, 9.3.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband