Leita í fréttum mbl.is

Skoða á næstu dögum og vikum ...

Það er spurning hvort nýr heilbrigðisráðherra átti sig á að hann hefur ekki nema u.þ.b. 10 vikur í embætti. En hann er kannski svona viss um að hann verði í þessu sama ráðherraembætti eftir kosningar. En kannski ætlar hann ekki að gera mikið á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin starfar, enda ekki orð um þau í verkefnaskránni, ef ég man rétt. Niðurskurðurinn sem gera þarf í heilbrigðismálum er risavaxinn og skiljanlegt að nýr heilbrigðisráðherra vilji ekki þá ráðast í hann fyrr en að kosningum loknum, lánist honum að halda embættinu.

Komugjöld á spítala, án þess að ég ætli eitthvað sérstaklega að réttlæta þau, eru hins vegar ekki pólitísk. Fyrir þeim voru gefnar skynsamlegar skýringar, m.a. um það að ef þau yrðu ekki sett á þá heldi áfram pressa á að leggja fólk inn í smærri aðgerðir í staðinn fyrir að gera þær án innlagnar. Í öðru tilvikinu er ekki borgað - og breyting nýs heilbrigðisráðherra tryggir að svo verði áfram. Í hinu tilvikinu er borgað.

Viljum við ekki að þjónusta sé veitt eins hagkvæmt og hægt er? Til hvers að leggja fólk inn á sjúkrahús, eingöngu útaf greiðslureglum?


mbl.is Hvorki valdboð né komugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst heilbrigði vera fjárfesting út að fyrir sig. Allir ættu að fara í ókeypis tékkun [einu sinni á ári] á þar til gerðum heilsugæslustöðum og fá að því til skyldu grænakortið. Þeir sem gerðu það ekki gætu þá borgað mikið meira. Því fyrr sem einkenni af einhverjum toga eru greind er yfirleitt miklu ódýrara að lækna viðkomandi. 

þeir sem koma inn á bráðamóttökur undir áhrifum geta oft sjálfum sér um kennt og mætti því meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort grænakortið væri látið gilda. 

Það er alveg hryllilegt þegar dregur það að leita sér læknisaðstoðar vegna þess að það grunar að því fylgi hærri kostnaður þegar fram í sækir.

Ef hér væri almennt hátekjuþjóðfélag þá horfa þessu siðferðilegu spurningar öðru vísi við. Sinn er siður hjá hverri þjóð.

Einnig finnst mér að þar sem gert er ráð fyrir 2 veikindadögum hjá launþegum þá ætti að losa fyrirtæki almennt við þessa forsendu hjá sér í kostnaðar útreikningum. Þetta jafngildir um 10% kauphækkun hjá launalægri stéttum. Á móti gætu launþegar [verið skyldir að tryggja sig] tryggt sig fyrir vinnu tapi og fengju þá veikindavinnu tap borgað hjá viðkomandi tryggjanda [ríkinu] eftir löglegum reglum.

Svo finnst mér að alger skil ættu að vera milli þjóðar sjúkraþjónustu og einkalækninga sem ættu að vera alveg frjálsar án ríkistuðnings. Beinast að hátekju útlendingum eingöngu og vera í samkeppni við sambærilegar lúxus lækningamiðstöðvar í USA og annarstaðar. Þetta mætti fjármagna OMX.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Dögg

 ÉG hef ekki tölu á því hvað Jóhanna sagði oft að það ætti að "skoða" þetta og hitt, en lítið var sagt frá því hvað ætti að gera.

Eina sem á greinilega ekki að skoða er það að fara í Evrópusambandið.

Miðað við sundurlyndið á fyrstu dögum stjórnarinnar þá held ég að þetta samstarf endi með skelfingu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vg er búið að þriðjung fylkis síns straks

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband