Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá forseta Íslands

Það er gott hjá forseta Íslands að óska eftir því að hans laun sæti sömu lækkunum og laun ráðherra og alþingismanna. Stjórnarskrárákvæði eru á þann veg að breyting kjara forseta Íslands á kjörtímabili eru óheimil. Ekkert kemur þó í veg fyrir að kjörunum sé breytt, óski forsetinn eftir því sjálfur. Með þessu frumkvæði er forseti Íslands að tryggja að laun hans lækki, væntanlega frá 1. janúar nk. Mér finnst fráleitt að kalla þetta frumkvæði forsetans hræsni, eins og mér sýnist að sumir bloggarar eru að gera. Þvert á móti sýnir frumkvæðið að forsetinn er meðvitaður um það sem í gangi er og vill að yfir hann gangi það sama og ýmsa aðra embættismenn.

Svo þarf auðvitað að taka umræðuna um hvort embættið er nauðsynlegt eða ekki. Boðað hefur verið að fjárlög 2010 þurfi að sýna enn meira aðhald en fjárlög 2009. Við hljótum því að þurfa að fara ítarlega yfir alla starfsemi sem fjármögnuð er með skattfé. Forsetaembættið er þar ekki undanskilið og tengist ekki þeim einstaklingi sem í embættinu situr.


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Góðan daginn, alveg hárrétt 

"Mér finnst fráleitt að kalla þetta frumkvæði forsetans hræsni, eins og mér sýnist að sumir bloggarar eru að gera. Þvert á móti sýnir frumkvæðið að forsetinn er meðvitaður um það sem í gangi er og vill að yfir hann gangi það sama og ýmsa aðra embættismenn"

Tek ekki undir að fella niður forsetaembættið, þjóðin þarf ákveðið akkeri þó svo að þessi maður sem í því sæti situr í dag sé ekki slíkur 

Jón Snæbjörnsson, 22.12.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Lifi Jólagrísinn og megi hann fá stóran Bónus í Himnaríki.

Vilhelmina af Ugglas, 22.12.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband