Leita í fréttum mbl.is

Í orði og verki

Ríkisstjórnin setti metnaðarfull markmið í jafnréttismálum vorið 2007 þegar hún tók við stjórnartaumunum. Atvik hafa nú háttað því svo til að þrír bankar eru aftur orðnir ríkisbankar. Fyrirfram hefði maður því haldið að þar fengist óvenjulega kjörið tækifæri fyrir ríkið til að sýna framkvæmd jafnréttisstefnunnar í verki, enda hygg ég að allir bankarnir séu yfirfullir af mjög hæfum stjórnendum, konum jafnt sem körlum. Skipurit allra bankanna ætti því að geta sýnt nokkuð jöfn hlutföll karla og kvenna í æðstu stjórnendastöðum.

Reyndin er önnur: Af ellefu stjórnendum nýja Landsbankans eru tvær konur og er önnur þeirra bankastjórinn, Elín Sigfúsdóttir (skipurit nýja Landsbankans er hér). Af 12 stjórnendum nýja Glitnis eru fjórar konur, þ.á m. bankastjórinn Birna Einarsdóttir(skipurit nýja Glitnis er hér). Skipurit nýja Kaupþings var birt í gær og enn birtist sama mynd. Af 11 stjórnendum eru tvær konur (skipurit nýja Kaupþings er hér). 

Ég hef margsinnis sagt: Ef ríkið gengur ekki á undan með góðu fordæmi í jafnréttismálum er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri það. Eftir höfðinu dansa limirnir. Við endurskipulagningu bankanna undir forystu ríkisins gafst óvenjulega kjörið tækifæri til að jafna kynjahlutföllin í æðstu stjórnunarstöðum. Bágt á ég með að trúa því að í öllum þessum stóra hópi starfsmanna bankanna þriggja hafi ekki verið unnt að finna fleiri konur til að skipa æðstu stöðurnar. Og svo er auðvitað umhugsunarefni að bankastjóri nýja Kaupþings, sem er karlmaður, skuli vera með 200 þús. kr. hærri laun en konan sem skipar bankastjórastólinn í nýja Glitni. Einhverja skýringu hljótum við að þurfa á því.


mbl.is Vöxtur síðustu þriggja ára horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 389902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband