Leita í fréttum mbl.is

Óvænt og jafnvel óskynsamlegt

Val McCains kemur á óvart og vekur undrun. Í umfjöllun í Bandaríkjunum er bent á að valið á Palin geri hjákátlegar árásir McCain á reynsluleysi Obama. Slíkar ásakanir verði að engu þegar reynsla Palin sé skoðuð.

Ekki veit ég það - minnist þess ekki að hafa heyrt minnst á þennan ríkisstjóra fyrr. En ég fann smáband með henni og upplýsingar sem segja frá því að hún sé fv. fegurðardrottning, blaðamaður og bæjarstjóri í 9000 manna bæ í Alaska, áður en hún var kosin ríkisstjóri Alaska fyrir tveimur árum. Kannski hefur einhverjum köflum um hana verið sleppt. Vonandi.

Nú er búið að kynna til leiks alla aðalleikendurna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember nk. Það verður bara spennandi að fylgjast með framhaldinu. En ég held að þetta val haf ekki styrkt McCain með þeim hætti sem hann sjálfsagt ætlaðist til að það gerði.


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mun hið fornkveðna sannast, að "konur eru konum verstar"??

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er hrædd um að þetta útspil McCain leiði hann til sigurs. Hann fær út á þessa konu öll atkvæði þeirra kvenna sem studdu Hillary Clinton.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er hreint ekki vitlaust val séð út frá ímyndarsmíði. Bráðmyndarleg ung kona sem ekki mun gnæfa yfir hinn lágvaxna McCain (170cm). Það hefði verið erfitt að vera með hávaxinn karlkyns meðframbjóðanda og auk þess er taktískt rétt að hafa konu sem meðframbjóðanda til að höfða til þeirra sem vildu Hillary Clinton.

Haukur Nikulásson, 29.8.2008 kl. 18:10

4 identicon

En Benóný... af hverju í ósköpunum ráðlagðir þú honum ekki að fá sér kvenkyns blökkumann???  Þið hefuð grætt feitt á því!!!

Edda (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 02:24

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Held einmitt að þetta val muni tryggja honum aukið fylgi sérstaklega úr  hópi kvenna, blökkumanna og fjölmargra minnihlutahópa.  Með vali á Palin hefur meira jafnvægi náðst milli þessara tveggja frambjóðenda sem hugsanlega leiðir til þess að tæpt verður á með þeim.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Það verður vissulega fróðlegt að fylgjast með hvort val á konu sem varaforsetaefni hjálpi McCain. Bandarískir fréttaskýrendur fullyrða að Palin sé engin Clinton og að konur sem studdu Clinton muni ekki flykkja sér um McCain af því að hann valdi konu sem varaforseta. Það má ekki gleyma að Palin stendur fyrir mörg mjög íhaldssöm og umdeild gildi í bandarískri pólitík. Fréttir herma að hún sé á móti fóstureyðingum, að hún vilji ekki takmarka byssueign o.s.frv. Ég held að skoðanir hennar skipti meira máli en það hvort hún sé falleg á að horfa. Enda var hún væntanlega valin útaf hæfileikum en ekki útliti, þótt kynferði hennar kunni að hafa gert útslagið með valið.

Dögg Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband