Leita í fréttum mbl.is

Ekki jafn snöggir að lækka

Ég var að hlusta á kvöldfréttirnar á RÚV. Þar var sagt frá áframhaldandi lækkun olíuverðs á heimsmarkaði í dag. Hér á landi lækkaði verðið þó ekki nema um u.þ.b. 1%. Það er greinilegt að olíufélögin eru ekki jafn snögg að lækka og þau eru að hækka. Og samt eru ekki nema tveir dagar frá því að fulltrúi eins þeirra sagði sem skýringu á tafarlausum hækkunum að verðið ætti alltaf að endurspegla heimsmarkaðsverðið. Reynsla dagsins sýnir, eins og maður svosem vissi, að það á bara við þegar verðið hækkar. Þegar verðið lækkar þá gilda einhver önnur sjónarmið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur það ekki alltaf verið á þennan veginn hér hjá okkur  ,skrítið en satt ,þeir sjá auðvitað alltaf um sig þessir olíufurstar ,en það er bara verst hvað við erum háð þessum eldsneitisdropum enn þá ,en okkur vantar etthvað annað til að keppa við þá ,þá á ég við  annan orkugjafa sem væri alvöru.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:27

2 identicon

þú ert nú ekki eina manneskjan sem hefur orðið var við þetta, ég gerði einu sinni könnun með hækkun og lækkun eldsneytis og niður staða var sú að Olífélögin eru að að hækka 153% umfram hækkun erlendis og ef að lækkun verður nær hún aldrei 50% , þannig að þjófnaðurinn er vel yfir 100% í hvert skiptip sem verð á eldsneytis breytist, svo er einkenni hækkanna eru alltaf í heilum krónum en lækkanir í aurum, það er eitt það skrítnasta í þessu, er svo ekki einn ykkar manna xD stjórnarformaður eins Olisamráðfélagsins, sem er ekki lög legt samkvæmt STJÓRNARSKRÁR lögum Lýðveldisins ÍSLANDS

Tryggvi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Liberal

".....er svo ekki einn ykkar manna xD stjórnarformaður eins Olisamráðfélagsins, sem er ekki lög legt samkvæmt STJÓRNARSKRÁR lögum Lýðveldisins ÍSLANDS"

Og hvar stendur það í stjórnarskránni?  Bara svona fyrir okkur hin sem erum ekki vel lesin í lögum landsins, en kjósum að trúa því að þú vitir um hvað þú ert að tala.  

Liberal, 17.7.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband