Leita í fréttum mbl.is

Annað kom í ljós

Það er sérkennilegt að lesa þessa frétt nú þegar fyrir liggur að það reyndist talsvert mál að svæfa ísbjörninn. Svo mjög að það varð að drepa hann. Þá kom í ljós að hann var kvenkyns, hungraður og sárfættur. Ekki karldýr, hraustlegt og vel mett eins og gengið var út frá.
mbl.is „Ætti ekki að vera neitt vandamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Dögg og gleðilega hátíð.

Var að velta fyrir mér hversu óheppilegt það var fyrir umhverfisráðherra að vera viðstaddur í ljósi  Fyrstu málsgr. 3ju og 16. gr villidýralaga 

Ráðherrann virðist líta á þessi lög sem marklaust plagg. Rétt eins og forystumenn ríkisstjórnarflokkana líta á skuldbindingu Íslands að hlíta úrskurðum mannréttindanefndarinnar.  

Sigurður Þórðarson, 18.6.2008 kl. 10:00

2 identicon

Hungruð og særð bjarndýr eru ekki lömb að leika við.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Ingólfur

Sigurður, hvað í þessum lögum var ekki virt?

Ingólfur, 18.6.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ingólfur, eins og þú getur lesið í þeim málsgreinum sem ég vísa til, er meginreglan sú að ísbirnir eru friðaðir og umhverfisráðherra ber sérstaka ábyrgð í því sambandi.  Einungis má fella dýrin í þeim undantekningatilvikum að bein hætta stafi af dýrinu. Þannig njóta dýrin algerrar friðunar á sundi. Dýrið var í flæðarmálinu á leið til hafs og átti því örfá metra í friðland, fyrir augum umhverfisráðherra, sem lögum samkvæmt bar alla ábyrgð á vettvangi.  Þarna hjó sá er hlífa skyldi.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2008 kl. 08:27

5 Smámynd: Ingólfur

Sigurður, það er samdóma álit allra sem voru þarna á vettvangi að  það mundi stafa hætta af birnunni ef hún færi í sjóinn þar sem fólk mundi missa sjónar á henni.

Þeir eru alveg til, umhverfisverndarsinnar, sem setja líf dýra ofar lífi manna. En sem betur fer er umhverfisráðerra ábyrgari í sínum málum og er umhverfisverndarsinni án þess að vera með þannig öfgar.

Ingólfur, 19.6.2008 kl. 09:25

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var bara að kynna fyrir þér lagabókstafinn. Ef þetta er rétt hjá þér átti ríkisstjórnin að setja bráðabirgðalög og beyta síðan núgildandi lögum. 

Sigurður Þórðarson, 19.6.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391618

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband