Leita í fréttum mbl.is

Sorglegt og ólíðandi

Ég þekki sambærileg dæmi - foreldrar leggja allt af mörkum til að lágmarka líkur á að langveik börn þeirra þurfi á sjúkrahúsvist að halda - og spara þar með heilbrigðiskerfinu ómældar fjárhæðir. Þegar foreldrarnir óska svo eftir fjárhagsstuðningi - sem þau þurfa og eiga rétt á af því að það er ekki bæði hægt að vinna á almennum vinnumarkaði og vera heima að sinna langveiku barni - þá er svarið nei. Og rökin: Barnið hefur svo lítið verið á sjúkrahúsi, það er sennilega ekkert veikt.

Ekki vil ég hnjóða í það starfsfólk sem sinnir því að meta umsóknir eins og frá foreldrum þessa unga drengs. En þegar maður les svona frásögn þá veltir maður fyrir sér hvort þetta starfsfólk sé algerlega skilningsvana og sjái ekki samhengi hlutanna. Ástæðan fyrir því að barnið hefur lítið verið á sjúkrahúsi er einmitt sú að foreldrarnir eru að sinna því af mikilli alúð og samviskusemi heima, án þess að fá umbun fyrir. Þess vegna ætti þetta starfsfólk að samþykkja umsóknina en ekki hafna henni.

24 stundir eiga þakkir skyldar fyrir að vekja athygli á þessum brestum í stuðningskerfi okkar við foreldra langveikra barna. Og það er umhugsunarefni að af afgreiddum umsóknum frá áramótum hefur helmingi verið hafnað. Skyldi framkvæmdin ekki vera alveg í samræmi við tilgang laganna?


mbl.is Lögin: Refsað fyrir að vera góðir foreldrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mikið er ég sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 25.5.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Halla Rut

Hvorki samfélagið né kerfið er hliðhollt foreldrum fatlaðra/veikra barna hér á landi.

Þekki fólk sem býr í Svíþjóð. Þau voru þar við nám og eignuðust fatlað barn. Þau komast ekki heim aftur því þau treysta sér ekki til að fást við það slaka kerfi sem hér býðst.  Þau treysta sér ekki í baráttuna, fordómana né þjónustu skortinn. 

Halla Rut , 25.5.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband