Leita í fréttum mbl.is

Er barnaverndarnefndum sama um börn?

Það er hjartaskerandi að lesa grein Ingibjargar S. Benediktsdóttur tannlæknis í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Frásögn hennar um mismunandi mat á því hvað börnum er bjóðandi er í ýmsu kunnugleg okkur sem vinnum á þessu sviði. 

Ég leyfði mér fyrir nokkrum árum að láta hafa eftir mér, í umfjöllun Morgunblaðsins um barnavernd, gagnrýni á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur. Eftir umfjöllunina var ég "kölluð á teppið" til yfirmanns félagsmála á þeim tíma og beðin um að útskýra mál mitt. Ég gerði yfirmanninum grein fyrir því af hverju ég hefði tjáð mig með þeim hætti sem ég gerði. Á þeim tíma var ég m.a. að aðstoða einstakling í svipaðri stöðu og systir Ingibjargar. Einstaklingurinn hafði miklar og þungar áhyggjur af velferð frændsystkina vegna vandamála foreldra. Starfsmenn Barnaverndar litu málið öðrum augum og sögðu viðkomandi einstakling einfaldlega að málið kæmi honum ekki við. Raunar fékk þessi einstaklingur það viðmót frá starfsmönnum Barnaverndar að hann væri að leggja foreldra þessara barna í einelti af einhverjum annarlegum ástæðum. Velferð barnanna var þó það eina sem vakti fyrir þessum einstaklingi. Fleiri dæmi tiltók ég um vinnubrögð sem ég hafði séð til í málum og sem ég taldi ólíðandi, barnanna vegna. Viðkvæðið var að þessi dæmi væru undantekningar. Almennt væri unnið með öðrum hætti í málum.

Ég held að vandi Barnaverndar Reykjavíkur og annarra sambærilegra stofnanna sem vinna í þágu barnaverndar sé fyrst og fremst sá að þar vinnur of fátt fólk. Svo held ég að eitthvað í vinnulaginu sé í grundvallaratriðum ekki rétt. Ingibjörg skýrir frá erfiðleikum systur sinnar við að ná til starfsmanna Barnaverndar. Þetta kannast ég við. Það er nánast undantekningarlaust að ef maður þarf að ná í starfsmann hjá Barnavernd þá er viðkomandi á fundi. Ég kvarta þó ekki yfir því að starfsmenn svari ekki skilaboðum. Það gera þeir oftast fljótt og vel. En ég held að vinna megi í þessum málum með öðrum hætti en endalausum fundum. Og málshraðinn, a.m.k. hjá þeim barnaverndarnefndum sem ég þekki til, er alltof hægur.

Það er án efa rétt að vinnubrögð af því tagi sem maður hefur séð til og sem frásögn Ingibjargar er dæmi um eru undantekningar. Oftar er án efa unnið markvisst og skipulega í þágu barnanna og þeirra hagsmunir hafðir að leiðarljósi. En dæmin um hitt eru staðreynd og þessi dæmi eru að mínu mati of mörg og þau eru ólíðandi. Því fórnarlömb vinnubragða af þessu tagi eru börnin og þar með hefur barnaverndarstarf snúist upp í andhverfu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er hrein skelfing að lesa þessa grein sem þú bendir á, ég las hana eftir ábendingu frá þér.

Ég bara veit ekki hvað skal segja en get þó sagt að því miður er þetta mál ekki eina tilfellið um allt of sein og slæleg vinnubrögð þegar velferð barna er í húfi.

Börnin eru meira virði en þetta !

Ragnheiður , 21.5.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Las þessa grein í morgun og fannst hún átakanleg. Sérstaklega er spurningin ofarlega í mínum huga hversu langt eigi að ganga í að láta börn umgangast foreldra sem eru vanhæfir, jafnvel þó að það séu mamma og/eða pabbi og það sé yfirleitt talið best fyrir börnin að umgangast sína blóðforeldra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 10:46

3 identicon

Kveðja

JS 

SSP (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Þetta er góður punktur hjá þér Jóhanna og atriði sem ég er mjög oft búin að hugsa um. Auðvitað eru foreldrar mikilvægir í lífi barna en stundum eru foreldrar svo slæmir að það er betra fyrir börn að hitta þá sem minnst.

Dögg Pálsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 391627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband