Leita í fréttum mbl.is

Faglegir ferlar

Við megum ekki ganga út frá því að niðurstaða dómnefnda sé einhver heilagur sannleikur. Dómnefnd eru aldrei annað en summa einstaklinganna sem í þeim eru. Einstaklingar eru misjafnir.  Af því leiðir að dómnefnarálit eru misjöfn. Það er langt frá því sjálfgefið að tvær dómnefndir komist að sömu niðurstöðu um sama hóp umsækjanda. Ekki alls fyrir löngu var umsækjanda um starf hjá Háskóla Íslands dæmdar miskabætur vegna ummæla sem féllu í dómnefndaráliti. Dóminn má lesa hér.  Hvað segir þetta um hina "faglegu ferla"?


mbl.is Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Eh.. Dögg þetta væri e.t.v. ekki svona hrópandi ef aðeins t.d. einn flokkur hefði skilið að mat dómnefndar eða jafnvel Þorsteinn Guðsson, nei ég meina Davíðsson (rugla þeim enn saman) hefði verið í sama flokki og hinir. Mín skoðun er vissulega að ekki eigi Þorsteinn að gjalda faðernisins en mér finnst að það eigi þá líka að virka í báðar áttir og hann eigi ekki að njóta þess. Þeir sem halda öðru fram nota önnur sólgleraugu en meirihluti þessarar þjóðar. En það er nokk sama hvernig snúið er uppá þetta, "mistökin" hafa verið gerð, Þorsteinn fékk djobbið, drullað var yfir matsnefdina og þjóðina og eftir nokkra mánuði verða allir búnir að gleyma því þessu og kjósa íhaldið aftur...

Taxi Driver, 12.1.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Signý

En hann er að gjalda fyrir faðernið sitt Taxi driver. Hann situr ekki við sama borð og allir aðrir. Það stóð hvergi að hann mætti ekki sækja um þetta starf. Ég veit ekkert hvort hann er hæfari en einhver annar. en hann er varla verri enn einhver annar. Mistökin eru ekki hans, þau liggja hjá Árna Matt. Ef það voru þá einhver mistök.....

Signý, 12.1.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kjarni málsins er sá að það er ekkert sniðugt að allir dómarar landsins séu úr sömu klíkunni.

Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvernig væri að alþingi þyrfti að samþykkja tilnefningu allra dómara?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Taxi Driver

Signý: Er Þorsteinn að gjalda fyrir faðernið? Hvernig? Gegnum umræðu sem á meir en fullan rétt á sér? Fékk hann ekki djobbið sem 3 aðrir höfðu betri reynslu og meiri hæfni til að sinna? En það er rétt hjá þér að hann situr ekki við sama borð og aðrir, a.m.k. ekki borðið þar sem matsnefndin skipaði í sæti. Settur dómsmálaráðherra valdi honum eitthvað annað sæti, trúlega í VIP salnum?

Sigurður: Heyr, heyr. Nú þegar eru 2 dómarar í Hæstarétti og einn héraðsdómari sem sitja eftir umdeildar embættisveitingar. Ef þetta er lýðræði þætti mér gaman að sjá einræði!!

Taxi Driver, 12.1.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Engin lygi er sönn þótt hún sé gerð að trúaratriði,  en leiðir stundum til ráðherrastöðu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.1.2008 kl. 01:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég furða mig á því, að þú skulir sjálf skrifa þetta, Dögg, sem ert virtur hæstaréttarmálaflutningsmaður, og það á þessum valda tíma, þegar þú veizt vel, hvernig þessi orð þín munu verða túlkuð (þ.e. sem lítt dulinn stuðningur við Árna Mathiesen). Ertu ekki að þókknast Flokknum fremur en faglegum kröfum og metnaði stéttar þinnar með því að gefa hér í skyn, að þú viljir ekki taka mark á hæfnisdómi nefndarinnar um umsækjendur um dómaraembættið nyrðra og eystra?

Ætlarðu að reyna að telja mönnum trú um, að maður, sem útskrifaðist árið 1999 úr Lagadeild HÍ og hefur fengizt við ýmis störf síðan, en fekk hdl.-réttindi árið 2005, sé með jafngóða undirstöðu eins og annar, sem hefur 35 ára farsælan feril við lögfræðistörf, m.a. sem setudómari í málum og er með hrl.-réttindi, – eða jafngóða og annar umsækjandi í efsta flokki skv. nefndinni, sem hefur tvö meistarapróf erlendis til viðbótar við sína cand.juris-gráðu?

Hvenær hefur það verið réttlæti að setja þann, sem er í 4.–5. sæti hvað hæfni varðar, fram fyrir þá, sem eru í 1.–3. sæti? Ef þú ert að hugsa um hag flokksins eða andlit hans, minnztu þá kjörorðanna: GJÖR RÉTT, ÞOL EI ÓRÉTT.

Jón Valur Jensson, 13.1.2008 kl. 01:17

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kómískt er að sjá að Pétur Hafstein, einn vandaðasti & virtasti lögmaður landsins, fyrrum forsetaframbjóðandi flokksins, sé núna bara merktur sem oddviti einhverrar summu af einstaklíngum, sem að allir hafa til að bera gæði til að meta.

Skömm sé þér Dögg ...

Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 02:00

9 Smámynd: Þarfagreinir

Aum er smjörklípan, Dögg. Þú treystir þér ekki, frekar en aðrir, til að verja verk Árna með beinum hætti, en kýst þess í stað að þyrla upp ryki með ómálefnalegum hætti. Málið snýst ekki um hvort nefndir séu almennt séð óskeikular, heldur hvort matsnefndin hafi haft réttt fyrir sér þegar hún mat Þorstein Davíðsson ekki hæfastan umsækjenda. Endilega reyndu að færa bein rök fyrir því að svo hafi ekki verið. Þessi málflutningur þinn hér er ómerkilegur.

Þarfagreinir, 13.1.2008 kl. 02:52

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hér er ekki heldur fjallað um þann eðlismun á skipan í stöðu dómara og skipan í önnur opinber embætti. Ráðherra gat valið úr þriggja "mjög hæfra" einstaklinga, en ákvað að velja þann sem að hafði klárlega mest tengsl við flokkinn. Þar með gekk hann ekki bara framhjá hæfnismatinu heldur varpaði skugga á sjálfstæði dómstóla frá stjórnsýslu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2008 kl. 03:05

11 Smámynd: Erlendur Pálsson

Mér skilst að ráðherra sé næsti yfirmaður héraðsdómara og finnst því undarlegt að hann beri svo litla virðingu fyrir sínu starfi hann ákveður að fara þvert á ráðgjöf, þó svo hann ákveði að sjá bara um þetta finnst honum ekki taka því að hitta umsækjendur og ræður dómara eftir einhverri tilfinningu sem ekki er viðurkennd í hinum vestræna heimi. Þetta snýst ekki um persónuna sem er ráðin heldur um þá ótrúlegu óvirðingu sem ráðherra sýnir sínu , starfi hann hafði mikið fyrir að komast í og sem þjóðin treysti fyrir að sinna. Svo ekki sé talað um markvissar aðfarir Sjálfstæðisamanna að því trausti sem almenningur hefur gagnvart dómsólum landsins eftir undanfarnar umdeildar ráðningar í Hæstarétt og nú þessum óásættanlega gjörningi.

Erlendur Pálsson, 13.1.2008 kl. 12:23

12 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það vekur mér furðu að lesa þessi skrif þín Dögg. Ég átti ekki von á að þú opinberaðir svona hve auðveldlega þú víkur skýrum lagafyrirmælum til hliðar, til að hygla þínum flokkshagsmunum. Ég geri því ekki skóna að þú þekkir ekki 3.mgr. 12. gr. Dómstólalaga, sem beinlínis kveður á um að dómsmálaráðherra hefur afar takmarkað val um skipan sína í embætti héraðsdómara. Á bloggsíðu minni getur þú lesið nákvæma útfærslu á þessum lögum, með vísan til afstöðu þrískiptingar stjórnarskrár og algjöra sérstöðu dómstóla samkvæmt þeirri tilskipan. Þú getur hvergi fundið að löggjafarvaldið hafi ætlast til að dómsmálaráðherra hafi sjálfstætt val um skipan í embætti héraðsdómara. Getur þú bent mér að það með skýrum og afgerandi hætti?

Guðbjörn Jónsson, 13.1.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband