Leita í fréttum mbl.is

Blessun fylgir barni hverju

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Ingunnarskóla (hér) eru starfsmen samtals 72 (43 kennarar og 29 starfsmenn). Mér reiknast því til að kringum 28 % starfsmanna Í Ingunnarskóla hafi eignast börn á rúmu ári.

Ég sé ekki betur en að starfsmenn á mínum vinnustað slái þessa frjósemi út. Á vinnustaðnum hafa að jafnaði starfað 10 starfsmenn síðustu 12 mánuði. Frá apríl til október fæddust starfsmönnum þrjú börn og hið fjórða mun fæðast í janúar nk. Þar með hafa 40% starfsmanna eignast börn á 10 mánuðum. Ef tekið yrði með í reikninginn að tveir þessara tíu starfsmanna eru komnar úr barneign miðað við hefðbundnar skilgreiningar (50+) þá hækkar frjósemishlutfallið enn.  Ef litið er lengra aftur í tímann þá verður staðan sú í janúar nk. að starfsmönnum vinnustaðarins hafa fæðst sex börn á tveimur árum og þremur mánuðum. Er það ekki rúmlega hálft knattspyrnulið? Geri aðrir vinnustaðir betur.


mbl.is Starfsmenn eignuðust hátt í 20 börn á rúmu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll ,,Fullur".

Ég vil að foreldri sem barn býr ekki hjá hafi eitthvað um það að segja hvar barnið þess býr. Mér finnst fráleitt að foreldri með sameiginlega forsjá og lögheimili geti flutt hvert á land sem er án samþykkis hins. Nú gildir sú regla að lögheimilisforeldri getur ekki flutt til útlanda með barn sem lýtur sameiginlegri forsjá. Af hverju skyldi ekki það sama gilda gagnvart flutningi innanlands? Börn eru hvorki einkaeign mæðra né feðra. Það þarf tvo til að búa til barn og börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda. Það hafa rannsóknir sýnt. Frumvarp mitt hef ég hugsað til enda og það er í fullkominni samhljóman við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það sem meira er, viðtökur frumvarpsins benda til að fjölmargir telja að í því felist réttarbót. 

Mínir persónulegu hagir koma þessu máli ekki við og tillögur mínar hafa ekkert með mína persónulegu hagi að gera. Tillögur mínar mótast af því að ég hef starfað í liðlega 10 ár sem lögmaður og hef í gegnum störf mín séð foreldra með miskunarlausum hætti nota börn sem vopn í baráttu við hitt foreldrið. Slík háttsemi á ekki að líðast. 

Til að forðast misskilning vil ég ítrekað það sem ég alltaf undirstrika í umfjöllun um þessi mál - mínar tillögur eiga við þegar báðir foreldrar eru hæfir og góðir uppalendur. 

Ég tel hvorki þig né aðra fífl. Ég ber virðingu fyrir skoðunum þínum en ég er þeim ósammála. 

Dögg Pálsdóttir, 24.11.2007 kl. 22:50

2 identicon

Þetta er frjósamar konur hjá þér Dögg.  Ekki veitir af að fjölga þjóðinni - eftir "nokkur" stefnir í að ellilífeyrisþegar verði fleiri en þeir sem yngir eru og er gott er satt reynist. 

Ég vil þakka þér fyrir þetta frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum.  Ef samþykkt verður, sem mér sýnist engin fyrirstaða vera á, þá er hér mikil réttlætisbót á ferð.  Gott mál.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Fullur hugsar fyrst hagsmuni sína og svo barnsins. Að mínu mati er það röng forgangsröðun. Ef foreldrar ákveða að skilja eiga þeir að koma því svo fyrir að það hafi sem minnst rask fyrir barnið (börnin).

Það þjónar ekki hagsmunum barnsins að annað foreldrið búi á Íslandi og hitt í USA. Sé ekki hvernig hægt sé að túlka það betri lífsgæði fyrir börnin.

Sigurður Haukur Gíslason, 25.11.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Förum í vinnustaðarkapphlaup .... eða nei, af öllum þeim starfsmönnum sem ég vinn með er aðeins eitt barn sem fæddist á árinu. Við erum um 30 talsins (að ég held).

En þetta með að foreldri eigi að geta farið hvert sem er án þess að fá samþykki annars foreldris, það er hræðilegt. Ég get ekki hugsað mér að foreldri fái ekkert um það að segja hvort að eigið barn fari úr landi eða ekki.

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband