Leita í fréttum mbl.is

Óþarfa viðkvæmni?

Orðin ráðherra og sendiherra særa ekki málkennd mína. Ég held að kröftum okkar í jafnréttisbaráttunni sé mun betur varið í að einbeita okkur að einhverju þarfara en þessu, t.d. því að jafna hlutfall kynjanna alls staðar þar sem misvægi er í slíkum hlutföllum, auka umræðuna um jafnréttismál, t.d. jafna stöðu foreldra gagnvart börnum sínum. Svo ekki sé minnst á óútskýrðan launamun kynjanna.

Ég er sannfærð um það að þeir ágætu einstaklingar, karlar og konur, sem eru ráðherrar og sendiherrar eru stoltir af því að mega með réttu bera þessi starfsheiti og láta ,,herra" partinn í því ekki trufla sig. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað með ráðfrú og sendifrú? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.11.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Í orðabók er orðið "herra" notað á tvo vegu.  Annars vegar sem "yfirmaður" og hins vegar sem titill á karlmanni.

Ráðherra er "yfirmaður" tiltekins málaflokks og notkunin því fullkomlega eðlileg og hefur ekkert með kyn að gera.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.11.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég kann því miður ekkert í þýsku en veit ekki betur en þetta hafi báðar merkingarnar í því máli sbr. herraþjóð, enda orðið sennilega komið úr þýsku. Þar svar undirmenn fyrirskipunum kvenn- og karlkyns yfirmanna með orðunum skal gert herra. Ef Steinunn fær frama í landsmálunum, má hún mín vegna kallast ráðskona. Þetta gæti gerst fyrr en varir ef Þórunn Sveinbjarnar "axlar sín skinn" eins og hún hefur látið liggja að.

ps. Geta þær ekki fengið Mörð til að halda íslenskunámskeið fyrir þingflokkinn? 

Sigurður Þórðarson, 21.11.2007 kl. 13:41

4 identicon

Mikið óskaplega er ég sammála þér, þetta eru orð í tíma töluð. Við eigum að halda nöfnunum sendiherra og ráðherra, ekki spursmál.

Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband