Leita í fréttum mbl.is

Lýsa yfir sigri og hætta.

Forystumaður VG beitir greinilega aðferð sem Johnson og Nixon var ráðlagt þegar Bandaríkin áttu í Víetnam-stríðinu. Hún lýsir yfir sigri og hættir. Öllum má þó ljóst vera að hún er með gjörtapað mál.

Það verður fróðlegt að fylgjast með sáttinni sem forystumaðurinn mun knýja fram við OR. Miðað við dómaframkvæmd þá hafði forystumaður VG aldrei lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í máli sínu. Atburðarásin frá því að hún höfðaði málið skiptir engu í því sambandi, eins og forystumaðurinn sjálfur virðist halda. Miðað við viðtalið þá ætlar hann í krafti stöðu sinnar hjá Reykjavíkurborg líka að knýja það fram að í sáttinni felist viðurkenning á því að fundurinn hafi verið ólögmætur. Og svo mun hún sjálfsagt semja um, eins og ég hef áður bent á, að OR greiði fyrir hana lögmannskostnaðinn.

Ég veit eiginlega ekki hvaða orð maður á að hafa um vinnubrögð af þessu tagi. 


mbl.is Svandís tilbúin til sátta í dómsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein spurning til Daggar:  Ertu ad segja ad løglega hafi verid bodad til fyrri eigendafundarins ?

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er fundurinn ekki löglegur þegar allir mæta og enginn hreyfir mótmælum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Eins og ég bloggaði um í gær tel ég allar líkur á því að fundurinn sjálfur hafi verið lögmætur þótt ólöglega hafi verið til hans boðað. Á þessu tvennu er talsverður munur.

Dögg Pálsdóttir, 18.11.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Örn Johnson

Sæl, Þetta mál Svandísar er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð, sem allir fjölmiðlar falla fyrir athugasemdalaust. Hún fær ókeypis auglýsingu í öllum fjölmiðlum og gott ef Staksteinar Moggans falli ekki í hrifningarvímu út af henni ! Hún hafði engan sigur í þessu máli, eins og Ragnar Hall lögmaður hennar sagði í einhverjum fréttum í dag og svo toppar hún málið með því að láta okkur eigendur Orkuveitunnar borga máls(dellu)kostnað sinn. Takk, Dögg, fyrir að vekja athygli á þessar athyglissjúku stelpu.

Örn Johnson, ´43

Örn Johnson, 19.11.2007 kl. 13:47

5 Smámynd: Upprétti Apinn

Stjórmálamenn eru kostnir sem fulltrúar kjósenda.  Ég sé ekki hvernig þú færð út að þeir hafi ekki lögvarða hagsmuni í málefnum sem varða fyrirtæki og stofnanir undir stjórn téðra stjórnmálamanna?  Ert þú sem sagt að segja að allar opinberar stofnanir og fyrirtæki megi í raun gera það sem þeim listir og það komi stjórmálamönnum ekkert við?  Ég sem hélt að hagsmunagæsla fulltrúalýðræðisins væri undirstaða lýðveldisins.  Geturðu vinsamlegast listað út þá sem þú telur gæta lögvarins hagsmunar í málefnum opinberra stofnana, félaga og fyrirtækja?

Upprétti Apinn, 20.11.2007 kl. 14:05

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæll Upprétti api,

Einungis þeir sem eiga aðild að viðkomandi fundi eiga lögvarða hagsmuni af fundarboðinu.  Aðild að eigendafundi OR eiga borgarstjóri, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð.  Þessir þrír halda á hlutabréfunum. 

Þessi þrír aðilar eru skipaðir í sínar stöður af lýðræðislega kjörnum meirihluta á hverjum stað og hafa frá þeim umboð til starfa sinna, þ.m.t. þátttöku í þessum fundi.

Svandís hefði getað kært samninginn sem samþykktur var á fundinum og líklega haft lögvarða hagsmuni varðandi hann.  Hann var hins vegar löglegur og því ekkert til að kæra. 

Hún hafði hins vegar ekki lögvarða hagsmuni varðandi fundarboðið og fundinn þar sem hún átti ekki aðild að fundinum.  Embætti borgarstjórans í Reykjavík gæti hins vegar kært fundarboðið þar sem borgarstjóri átti aðild að fundinum. 

Er þetta ekki rétt hjá mér Dögg?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.11.2007 kl. 17:36

7 Smámynd: Upprétti Apinn

Nú erum við með annan skilning á lýðræðinu.  Að mínu viti kjósa ríkisþegnar fulltrúa til að vernda hagsmuni sína.  Þeir fulltrúar eða samtök þeirra sem flest atkvæði hljóta fara síðan með stjórnunarvald ríkis og borgar.  Þetta þýðir þó ekki að þeir sem sitja í meirihluta séu með alræðisvald og að minnihlutinn missi umboð sitt við myndun meirihluta.  Við kjósum ekki yfir okkur einræðisherra, enda búum við ekki í einræðisríki. 

Borgarstjóri Reykjavíkur heldur hlutabréfum fyrirtækja borgarinnar í umboði borgarstjórnar og borgarráðs, og á endanum í umboði kjósenda.  Þetta er því ekki einkamál borgarstjóra og er öðrum kostnum fulltrúum borgarinnar fullkomlega rétt á að veita stjórn borgarinnar það aðhald sem þeir eru kostnir til að veita.  Kjósendur hafa einnig rétt á að lögsækja hið opinbera ef það brýtur lög, til þess er stjórnarskráin gerð og það er ein undirstaða lýðræðisins.

Upprétti Apinn, 20.11.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband