Leita í fréttum mbl.is

Enn um OR og REI

Ég var í útlöndum þegar fréttir bárust frá Íslandi um það að borgarstjórnarmeirihlutinn væri fallinn. Ekki hafði það hvarflað að mér að málefni OR og REI, þótt alvarleg séu, myndu velta meirihlutanum. Enda séð fyrr í vikunni viðtöl við menn úr báðum flokkunum þar sem fullyrt var að meirihlutinn væri tryggur og traustur.

Eftir að ég kom heim hef ég verið að horfa á ýmislegt sem sýnt hefur verið í sjónvarpi eftir að meirihlutinn féll. Mest hissa var ég á að horfa á Kastljósið sl. fimmtudag þar sem fjórmenningarnir, forystumenn nýja meirihlutans, gátu ekki svarað því hvað myndi gerast í málefnum OR og REI annað en það að forystumaður VG í Reykjavíkurborg á að stýra vinnuhópi sem á að skoða málið.

Á föstudag var síðan í fréttunum á RÚV sýnt frá fundi Framsóknarflokksins í Reykjavík þar sem forystumaður þess flokks í borginni, lýsti því að Framsóknarflokkurinn hefði fyrr mátt standa í lappirnar í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Einhvern veginn minnir mig að þessi sami maður hafi verið aðstoðarmaður fv. formanns Framsóknarflokksins, bæði meðan hann var utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Með þessum orðum hlýtur aðstoðarmaðurinn fv. að vera að segja að ráðherrann sem hann aðstoðaði hafi aldrei hlustað á neitt sem hann ráðlagði honum. Hann hlýtur að hafa ráðlagt ráðherranum sínum að standa í lappirnar gegn Sjálfstæðisflokknum en hinn ekki viljað það. Eða eru þetta svona eftiráskýringar eins og svo margt sem virðist núna sagt í öllu þessu máli? Menn virðast á handahlaupum við að endurskrifa söguna og lýsa henni með einhverjum öðrum hætti en málin í raun gerðust.

Athyglisvert var hvernig fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í borgarstjórn kynnti Alfreð Þorsteinsson sem fundarstjóra á þessum fundi. Hann sagði að AÞ hefði haft svo mikinn tíma eftir að heilbrigðisráðherra rak hann sem formann byggingarnefndar nýja Landspítalans að hann hafi getað: ,,Einbeitt sér að því að fella þennan meirihluta." Og AÞ tók við fundarstjórn með því að segja að það væri nokkuð til í þessu. Sem sé. AÞ hafði einbeittan vilja til að fella meirihlutann sem Framsóknarflokkurinn var partur af. Og vann ötullega að því - og náði þeim árangri sem raun ber vitni.

Einkaréttarsamningurinn milli OR og hins nýja REI, sem kynntur var í Morgunblaðinu í gær (laugardag) er með ólíkindum. Það liggur fyrir að hann lá fyrir á stjórnarfundi OR og á eigendafundinum þar sem öll þessi mál voru til afgreiðslu. Að vísu á ensku. Getur verið að þeir sem á fundinum voru og ákvarðanir tóku hafi ekki lesið samninginn? Eða lásu þeir hann en skildu hann ekki? Hvað meira lá fyrir á fundinum sem þeir lásu ekki, skildu ekki eða hvorutveggja, áður en ákvarðanir voru teknar?

Forystumaður Framsóknarflokksins hjá Reykjavíkurborg fullyrti á fundinum með samflokksmönnum sínum sl. föstudag að óefnisleg verðmæti OR hefðu aldrei fengist metinn á 10 milljarða ef óháður aðili hefði verið fenginn til að meta hlutinn. Þá hefði hluturinn verið metinn á 2-3 milljarða. Matið á hlut OR inn í samrunnann virðist þannig ofmetinn um umtalsverða fjármuni, eða allt að fimmfalt. Er leyfilegt að standa svona að mati á félögum sem eru að fara í samruna?

Ég held að allir séu hættir að botna nokkurn hlut í vinnubrögðunum í þessu máli. Og óskiljanlegast af öllu er það að nú vill forystumaður VG í Reykjavík "róa málið" meðan hún dundar sér við að stýra vinnuhópnum sem á að skoða það frá öllum endum og köntum. Og fullkomin óvissa ríkir um það hvernig þessu máli mun lykta. En þeir aðilar sem eiga gamla REI og Geysir Green og verða eigendur að nýja REI halda væntanlega á meðan að vinna eins og ekkert hafi í skorist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Ég held að allir séu hættir að botna nokkurn hlut í vinnubrögðunum í þessu máli og einkaréttarsamningurinn milli OR og hins nýja REI, sem kynntur var í Morgunblaðinu í gær (laugardag) er með ólíkindum. Það liggur fyrir að hann lá fyrir á stjórnarfundi OR og á eigendafundinum þar sem öll þessi mál voru til afgreiðslu. Og óskiljanlegast af öllu er það að nú vill forystumaður VG í Reykjavík "róa málið" meðan hún dundar sér við að stýra vinnuhópnum sem á að skoða það frá öllum endum og köntum Athyglisvert var hvernig fyrsti varamaður Framsóknarflokksins í borgarstjórn kynnti Alfreð Þorsteinsson sem fundarstjóra á þessum fundi. Hann sagði að AÞ hefði haft svo mikinn tíma eftir að heilbrigðisráðherra rak hann sem formann byggingarnefndar nýja Landspítalans að hann hafi getað: ,,Einbeitt sér að því að fella þennan meirihluta." Og AÞ tók við fundarstjórn með því að segja að það væri nokkuð til í þessu. Sem sé. AÞ hafði einbeittan vilja til að fella meirihlutann sem Framsóknarflokkurinn var partur af. Og vann ötullega að því. Og fullkomin óvissa ríkir um það hvernig þessu máli mun lykta. En þeir aðilar sem eiga gamla REI og Geysir Green og verða eigendur að nýja REI halda væntanlega á meðan að vinna eins og ekkert hafi í skorist.

Dr Banco Vina E.D.R.V, 15.10.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðan dag Dögg, 

Ég tók eftir því í fyrradag að allmargir sjálfstæðismenn í höfuðborginni gleymdu að bjóða góðan dag.  En að öllu gamni slepptu, skal viðurkenna að ég skil ekki þetta "Binga plott".  Auðvitað vorkenni ég gamla góða Villa. En ef þetta verður til þess að einka(vina)væðingin á auðlindum þjóðarinnar hikstar eða fer endanlega út af sporinu, þá er vel.  "Dag skyldi að kveldi lofa"  Kannski væri best að hafa kosningar og lofta út.  Það eru gömul en sígild sannindi að "mörg eru dags augu". 

Sigurður Þórðarson, 15.10.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 389902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband