Leita í fréttum mbl.is

Smánarblettur

Í hverju landinu á fætur öðru er afhjúpuð misnotkun kaþólskra presta á börnum, sem yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar vissi um, þaggaði niður og faldi. Fyrirfram á að vera hægt að treysta því að börn séu í öruggu umhverfi í kirkjulegu starfi. Öll misnotkun á börnum er andstyggileg, óafsakanleg og ólíðandi. Það er óhugsandi að hana megi fela þegar upp um kemst. Að slíkt skuli gerast innan vébanda kirkjustarfs er ólíðandi og er aldrei nokkru sinni hægt að réttlæta. Það er illt afspurnar að páfinn skuli hafa tekið þátt í slíkum feluleik. Vandséð er hvernig hann ætlar að réttlæta þá afstöðu sína.
mbl.is Páfi vissi af kynferðisbrotum prests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já Breiðuvíkurdrengirnir eru víða. Mannlegt eðli er svipað í Súdan og Grímsnesinu. Gott og vont. Framfarirnar felast aðallega í því að þetta eðli okkar er afhjúpað hraðar og miskunnarlausar en nokkru sinni áður.

Gísli Ingvarsson, 12.3.2010 kl. 23:47

2 identicon

Kaþólska kirkjan í Þýskalandi er með ferli sem fer í gang þegar upp kemst um misnotkun presta á börnum.  Það er sorglegt að þessar verklagsreglur felast í að þagga allt niður og senda prestinn eitthvað annað. 

Þýski dómsmálaráðherran vildi koma á fót starfshóp til að komast að því hvernig hægt er að breyta þessu.  Biskup einn í Þýskalandi varð alveg æfur.  Honum fannst að pólitíkinn ætti ekki að vera að skipta sér að kirkjunni, hún væri jú sjálfstæð.

Ef brot er framið og reynt að hylma yfir, eru menn þá ekki meðsekir?  Jú, en ekki kirkjunarmenn.  Ekki gott.

Ég fylgdist með þessu í Deutschland Funk.  Það er þýsk ríkissútvarpsstöð.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband